Enski boltinn

Sóknarmaður til Portsmouth

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Theofanis Gekas er á leið til Portsmouth.
Theofanis Gekas er á leið til Portsmouth. Nordic Photos / Bongarts
Theofanis Gekas hefur verið lánaður til enska úrvalsdeildarfélagsins Portsmouth frá Bayer Leverkusen í Þýskalandi til loka tímabilsins.

Gekas er 28 ára grískur sóknarmaður og á Portsmouth möguleika á því að kaupa hann í lok tímabilsins.

Gekas var áður markahæsti leikmaður þýsku úrvalsdeildarinnar með Leverkusen.

„Árangur hans er frábær og talar sínu máli," sagði Tony Adams, knattspyrnustjóri Portsmouth. „Hann spilar með gríska landsliðinu og kom nýlega inn á sem varamaður gegn Ítalíu og skoraði."

„Ég hef trú á því að hann sé kominn hingað til að sanna sig og að hann ætli sér að skora mörg mörk."

Portsmouth hefur aðeins fengið tvö stig úr síðustu átta leikjum sínum og hefur í þeim leikjum skorað fimm mörk en fengið sextán á sig.

Liðið er í sextánda sæti ensku úrvalsdeildarinnar og er Adams sagður valtur í sessi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×