Pranger bjargaði andliti Austurríkismanna Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 15. febrúar 2009 13:14 Manfred Pranger í brekkunni í dag. Nordic Photos / Getty Images Manfred Pranger vann í dag gull í svigi karla á HM í alpagreinum sem fer fram í Val d'Isere í Frakklandi. Pranger var fyrstur eftir fyrri ferðina og náði að standa af sér þá síðari einnig en fjöldamargir keppenda féllu úr leik í dag - líka þeir íslensku. Björgvin Björgvinsson féll úr leik í síðari ferðinni og Stefán Jón Sigurgeirsson í þeirri síðari. Þetta voru ekki nema önnur gullverðlaun Austurríkismanna á mótinu en Sviss, Bandaríkin og Þýskalandi unnu einnig tvö gull. Julien Lizeroux frá Frakklandi varð annar í dag við mikinn fögnuð heimamanna og Michael Janyk frá Kanada þriðji. Janyk náði reyndar aðeins tíunda besta tímanum eftir fyrri ferðina en ekki nema tveir af þeim átta besti eftir fyrri ferðina tókst að klára þá síðari. Skilyrði voru afar erfið í brautinni og mikill munur á tíma þeirra 30 efstu eftir fyrri ferðina. Það var ekki fyrr en að kom að Benjamin Raich frá Austurríki að spenna fór að færast í aukana. Hann var 1,51 sekúndum á eftir Pranger sem var fljótastur í fyrri ferðinni. Raich var fyrir keppni dagsins eini austurríski karlmaðurinn sem hafði fengið verðlaun á mótinu sem eru merkilegar fréttir þar sem Austurríki hefur yfirleitt náð besta árangrinum á stórmótum sem þessum. En Raich féll úr leik. Næsti maður, Manfred Moelgg frá Ítalíu, féll einnig úr leik og hið sama má segja um Bandaríkjamanninn Ted Ligety. Þá voru flestir farnir að trúa því að Janyk gæti náð í verðlaun í keppninni. En gull var það ekki. Heimamaðurinn Julien Lizeroux náði að komast nokkuð klakklaust niður brautina og náði besta tímanum, 51,50 sekúndum og samtals var hann 1,22 sekúndum á undan Janyk. Næstur kom annar heimamaður, Jean-Baptiste Grange, en hann náði ekki heldur að klára, ekki frekar en Svíinn Johan Brolenius sem var ekki nema 0,04 sekúndum á eftir Pranger í fyrri ferðinni. Þá var komið að Pranger. Hann ákvað að taka engar áhættur, nýta forskotið sitt og það virkaði. Hann tapaði vissulega tíma á Lizeroux en náði þó að standa af sér allar hindranir og komast í mark á sigurtímanum, 1:44,17. Erlendar Mest lesið Miðvarðaæði Liverpool Enski boltinn Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Fótbolti Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Körfubolti „Elli“ gerði Alfreð og hans mönnum lífið leitt Handbolti Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Enski boltinn Dagskráin: Arsenal og Man. Utd á ferð og NFL-veislan heldur áfram Sport Þriðji Kaninn mættur til bjargar nýliðunum Körfubolti Í beinni: Portsmouth - Arsenal | Skytturnar á slóðum Hemma Hreiðars Enski boltinn Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Enski boltinn Hildur lenti í ótrúlegri hakkavél Fótbolti Fleiri fréttir Bradley frá út tímabilið | Fer Liverpool á markaðinn? Viðsnúningur hjá Leeds sem fer áfram Grátlegt tap Jóns Axels Í beinni: Portsmouth - Arsenal | Skytturnar á slóðum Hemma Hreiðars Fékk að heyra það frá Lil Wayne og skaut til baka Miðvarðaæði Liverpool Baldvin stórbætti eigið Íslandsmet Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Fá nýjan Kana í harða baráttu Spenna og stórskemmtun „Elli“ gerði Alfreð og hans mönnum lífið leitt Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Dagskráin: Arsenal og Man. Utd á ferð og NFL-veislan heldur áfram Þriðji Kaninn mættur til bjargar nýliðunum Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Nýr stjóri Chelsea fékk óskabyrjun Salah sendi Egypta áfram í undanúrslit Hildur lenti í ótrúlegri hakkavél Frábær sigur Tryggva og félaga Stólarnir léku sér að eldinum en fylgja Grindavík í undanúrslit Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Eyjakonur fylgja Val fast eftir og KA/Þór hóf nýja árið af krafti Zidane gat ekki stöðvað för Nígeríu í undanúrslit „Of margir lykilleikmenn sem fundu sig ekki í dag“ Uppgjörið: Keflavík - Haukar 103-78 | Keflavík stakk af í seinni hálfleik og tryggði sér sæti í undanúrslitum Stjarnan sendi Selfoss á botninn Uppgjörið: Fram - Valur 19- 30 | Stórsigur hjá Valskonum Semenyo skoraði eitt af tíu og Hákon hélt hreinu Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Sjá meira
Manfred Pranger vann í dag gull í svigi karla á HM í alpagreinum sem fer fram í Val d'Isere í Frakklandi. Pranger var fyrstur eftir fyrri ferðina og náði að standa af sér þá síðari einnig en fjöldamargir keppenda féllu úr leik í dag - líka þeir íslensku. Björgvin Björgvinsson féll úr leik í síðari ferðinni og Stefán Jón Sigurgeirsson í þeirri síðari. Þetta voru ekki nema önnur gullverðlaun Austurríkismanna á mótinu en Sviss, Bandaríkin og Þýskalandi unnu einnig tvö gull. Julien Lizeroux frá Frakklandi varð annar í dag við mikinn fögnuð heimamanna og Michael Janyk frá Kanada þriðji. Janyk náði reyndar aðeins tíunda besta tímanum eftir fyrri ferðina en ekki nema tveir af þeim átta besti eftir fyrri ferðina tókst að klára þá síðari. Skilyrði voru afar erfið í brautinni og mikill munur á tíma þeirra 30 efstu eftir fyrri ferðina. Það var ekki fyrr en að kom að Benjamin Raich frá Austurríki að spenna fór að færast í aukana. Hann var 1,51 sekúndum á eftir Pranger sem var fljótastur í fyrri ferðinni. Raich var fyrir keppni dagsins eini austurríski karlmaðurinn sem hafði fengið verðlaun á mótinu sem eru merkilegar fréttir þar sem Austurríki hefur yfirleitt náð besta árangrinum á stórmótum sem þessum. En Raich féll úr leik. Næsti maður, Manfred Moelgg frá Ítalíu, féll einnig úr leik og hið sama má segja um Bandaríkjamanninn Ted Ligety. Þá voru flestir farnir að trúa því að Janyk gæti náð í verðlaun í keppninni. En gull var það ekki. Heimamaðurinn Julien Lizeroux náði að komast nokkuð klakklaust niður brautina og náði besta tímanum, 51,50 sekúndum og samtals var hann 1,22 sekúndum á undan Janyk. Næstur kom annar heimamaður, Jean-Baptiste Grange, en hann náði ekki heldur að klára, ekki frekar en Svíinn Johan Brolenius sem var ekki nema 0,04 sekúndum á eftir Pranger í fyrri ferðinni. Þá var komið að Pranger. Hann ákvað að taka engar áhættur, nýta forskotið sitt og það virkaði. Hann tapaði vissulega tíma á Lizeroux en náði þó að standa af sér allar hindranir og komast í mark á sigurtímanum, 1:44,17.
Erlendar Mest lesið Miðvarðaæði Liverpool Enski boltinn Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Fótbolti Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Körfubolti „Elli“ gerði Alfreð og hans mönnum lífið leitt Handbolti Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Enski boltinn Dagskráin: Arsenal og Man. Utd á ferð og NFL-veislan heldur áfram Sport Þriðji Kaninn mættur til bjargar nýliðunum Körfubolti Í beinni: Portsmouth - Arsenal | Skytturnar á slóðum Hemma Hreiðars Enski boltinn Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Enski boltinn Hildur lenti í ótrúlegri hakkavél Fótbolti Fleiri fréttir Bradley frá út tímabilið | Fer Liverpool á markaðinn? Viðsnúningur hjá Leeds sem fer áfram Grátlegt tap Jóns Axels Í beinni: Portsmouth - Arsenal | Skytturnar á slóðum Hemma Hreiðars Fékk að heyra það frá Lil Wayne og skaut til baka Miðvarðaæði Liverpool Baldvin stórbætti eigið Íslandsmet Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Fá nýjan Kana í harða baráttu Spenna og stórskemmtun „Elli“ gerði Alfreð og hans mönnum lífið leitt Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Dagskráin: Arsenal og Man. Utd á ferð og NFL-veislan heldur áfram Þriðji Kaninn mættur til bjargar nýliðunum Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Nýr stjóri Chelsea fékk óskabyrjun Salah sendi Egypta áfram í undanúrslit Hildur lenti í ótrúlegri hakkavél Frábær sigur Tryggva og félaga Stólarnir léku sér að eldinum en fylgja Grindavík í undanúrslit Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Eyjakonur fylgja Val fast eftir og KA/Þór hóf nýja árið af krafti Zidane gat ekki stöðvað för Nígeríu í undanúrslit „Of margir lykilleikmenn sem fundu sig ekki í dag“ Uppgjörið: Keflavík - Haukar 103-78 | Keflavík stakk af í seinni hálfleik og tryggði sér sæti í undanúrslitum Stjarnan sendi Selfoss á botninn Uppgjörið: Fram - Valur 19- 30 | Stórsigur hjá Valskonum Semenyo skoraði eitt af tíu og Hákon hélt hreinu Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Sjá meira
Uppgjörið: Keflavík - Haukar 103-78 | Keflavík stakk af í seinni hálfleik og tryggði sér sæti í undanúrslitum