Innlent

Forystukonur Samfylkingarinnar kynna framboðsmál flokksins

Forystukonur Samfylkingarinnar ætla að skýra framboðsmál sín á morgun.
Forystukonur Samfylkingarinnar ætla að skýra framboðsmál sín á morgun.
Ingibjörg Sólrún Gísladóttir formaður Samfylkingarinnar og Jóhanna Sigurðardóttir forsætisráðherra hafa boðað til fundar með fréttamönnum á morgun klukkan 11. Í fréttatilkynningu frá Samfylkingunni kemur fram að fundarefnið sé framboðsmál vegna þingkosninga í vor.

Mikil spenna hefur ríkt um það hvernig forystu Samfylkingarinnar verður háttað í komandi kosningabaráttu. Niðurstöður könnunar sem gerð var fyrir Fréttablaðið og fréttastofu Stöðvar 2 og Vísis benda til þess að þrefalt fleiri vilji að Jóhanna Sigurðardóttir leiði Samfylkinguna í næstu þingkosningum en Ingibjörg Sólrún Gísladóttir núverandi formaður. Hins vegar var haft eftir Jóhönnu á Vísi í dag að það hefði aldrei verið í kortunum að hún færi í formannsframboð. Þá sagðist hún styðja Ingibjörgu Sólrúnu Gísladóttur sem formann. Þá sagði Jóhanna jafnframt líklegt að hún gæfi kost á sér til áframhaldandi setu á þingi.

Fréttamannafundurinn á morgun verður haldinn í kosningamiðstöð Samfylkingarinnar á Skólabrú við Austurvöll.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×