Innlent

Brýnt að hefja viðræður fljótt

Gylfi Arnbjörnsson, forseti ASÍ
Segir niðurstöður kosninga sýna að tími sé kominn til að hefja aðildarviðræður við ESB. Fréttablaðið/Daníel
Gylfi Arnbjörnsson, forseti ASÍ Segir niðurstöður kosninga sýna að tími sé kominn til að hefja aðildarviðræður við ESB. Fréttablaðið/Daníel

„Það er alveg ljóst að kallað er eftir því að farið verði í aðildarviðræður við Evrópusambandið og niðurstaðan verði lögð fyrir dóm þjóðarinnar,“ segir Gylfi Arnbjörnsson, forseti ASÍ. „Velgengni Samfylkingarinnar og afhroð Sjálfstæðisflokksins undirstrikar það.“

Hann segir brýnt að ný ríkisstjórn setjist niður með aðilum vinnumarkaðarins sem allra fyrst til að „varða leiðina inn í stöðugleikann og út úr atvinnuleysinu“. Umsókn að Evrópusambandinu og upptaka evru geti verið mikilvægur þáttur í þeirri vinnu. - hhs




Fleiri fréttir

Sjá meira


×