Steinþór Freyr Þorsteinsson hefur framlengt samning sinn við Stjörnuna næstu tvö árin. Þetta kemur fram á fótbolti.net.
Steinþór Freyr sló í gegn á sínu fyrsta tímabili með Stjörnunni en hann er uppalinn Bliki. Hann meiddist hins vegar um mitt tímabil og versnaði gengi Stjörnunnar eftir það.
Steinþór er þessa dagana til reynslu hjá norska félaginu Haugasund.