Innlent

Búið að bera kennsl á manninn sem fannst látinn

Búið er að bera kennsl á manninn sem fannst látinn í flæðarmálinu á Langasandi skammt frá dvalarheimilinu Höfða á Akranesi seinnipartinn í gær. Andlátið virðist ekki tengjast saknæmu athæfi, að sögn lögreglunnar á Akranesi.

Maðurinn var íslenskur og búsettur á höfuðborgarsvæðinu. Hann var 25 ára.

Vegfarandi sem var úti að viðra hundinn sinn gekk fram á lík mannsins á fjórða tímanum í gær. Staðurinn var í framhaldinu girtur af og vettvangurinn rannsakaður.




Tengdar fréttir

Gekk fram á lík á Langasandi

Vegfarandi sem var úti að viðra hundinn sinn gekk fram á lík ungs manns á Langasandi, fyrir neðan elliheimilið á Akranesi, seinni partinn í gær. Ekkert bendir til þess að andlát mannsins hafi borið að með saknæmum hætti en það er þó ekki hægt að útiloka.

Lík fannst á Akranesi

Lögreglan á Akranesi fann lík af karlmanni við Langasand skammt frá elliheimilinu á Akranesi á fjórða tímanum í dag. Ekki er vitað hver maðurinn er, á hvaða aldri hann er eða hvort hann sé íslenskur. Ekki er vitað hvort andlát hans hafi borið að með saknæmum hætti en lögreglan rannsakar málið.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×