Innlent

Síðasti þingfundur Geirs

Geir H. Haarde, formaður Sjálfstæðisflokksins.
Geir H. Haarde, formaður Sjálfstæðisflokksins.
Geir H. Haarde, formaður Sjálfstæðisflokksins, tekur þátt í sínum síðasta þingfundi í dag og lýkur þar með 22 ára ferli hans á þingi.

Geir mun af því tilefni segja nokkur orð í upphafi þingfundar og mun að því búnu funda með blaðamönnum ásamt Þorgerði Katrínu Gunnarsdóttur, varaformanni Sjálfstæðisflokksins. Þar hyggst hann einnig ræða um þingstörfin framundan.

Geir var fyrst kjörin á þing í kosningunum 1987. Hann var formaður þingflokks sjálfstæðismanna 1991 til 1998 en þá var hann skipaður fjármálaráðherra. Því embætti gegndi hann til ársins 2005. Geir var utanríkisráðherra frá 2005 til 2006 og forsætisráðherra á árabilinu 2006 til 2009.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×