Götuvændi færist í vöxt í Reykjavík 16. október 2009 13:46 Mynd/Pjetur Götuvændi er að færist í vöxt í Reykjavík að mati greiningardeildar ríkislögreglustjóra. Greiningardeildin varar við að svipað ástand og í höfuðborgum nágrannalanda kunni að skapast í Reyjavík. Þetta kemur fram á vef lögreglunnar. Í skýrslum greiningardeildar embættisins hefur á undanförnum árum ítrekað verið fjallað um vaxandi umsvif skipulagðra glæpahópa á Íslandi. Jafnframt hefur verið vakin athygli á auknu samstarfi slíkra hópa á vettvangi skipulagðrar glæpastarfsemi. Ríkislögreglustjóri telur ástæðu til að ítreka þessi varnaðarorð. Greiningardeildin telur að götuvændi sé að færast í vöxt í höfuðborginni. „Einkum er þar um að ræða erlendar konur sem í mörgum tilvikum, hið minnsta, eru fluttar hingað til lands gagngert í þessum tilgangi. Starfsemi sem þessi er oftar en ekki þaulskipulögð og krefst samvinnu hópa og einstaklinga. Oft felur hún í sér nauðung, hótanir, ofbeldi og mansal." Skipulögð glæpastarfsemi færist í vöxt Að mati greiningardeildarinnar er aukið vændi, auk skipulagðra innbrota og þjófnaða, ein gleggsta birtingarmynd þess að skipulögð glæpastarfsemi færist í vöxt á Íslandi. „Í höfuðborgum nágrannalandanna hafa erlendar vændiskonur, sem leita viðskiptavina á götunni, valdið margvíslegum vanda á undanliðnum árum. Þar er um að ræða þaulskipulagða glæpastarfsemi sem erlendir glæpaflokkar halda einkum uppi, oft með aðstoð heimamanna." Greiningardeildin varar við því að svipað ástand kunni að skapast í Reykjavík verði ekki brugðist við þróun þessari á upphafsstigum hennar. Mest lesið Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Innlent Hvar er opið á aðfangadag? Innlent Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Erlent Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Erlent Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Innlent Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Innlent Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Innlent Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Innlent Arion banki varar við svikaherferð Innlent Innflytjendamálin almenningi efst í huga Innlent Fleiri fréttir Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Skiluðu hagnaði á kosningaári Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Björgunarsveitin kölluð út í fokverkefni Grjóthrun undir Eyjafjöllum Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Óvissa um ráðherraskipan og skata fyrir byrjendur Maðurinn fundinn Sigríður Halldórsdóttir nýr ritstjóri Kastljóss Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Forsætisráðuneytið eyddi meiru í almannatengla í fyrra en í ár Inkalla snuð vegna of mikils magns BPA-plastefna Svanhildur Sif heiðruð Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Meðallaun upplýsingafulltrúa hækkuðu hlutfallslega mest Skötuilmurinn leggst yfir landið og Samkeppniseftirlitið ætlar að fylgjast vel með bensínverðinu Áfram auknar líkur á eldgosi Sjá meira
Götuvændi er að færist í vöxt í Reykjavík að mati greiningardeildar ríkislögreglustjóra. Greiningardeildin varar við að svipað ástand og í höfuðborgum nágrannalanda kunni að skapast í Reyjavík. Þetta kemur fram á vef lögreglunnar. Í skýrslum greiningardeildar embættisins hefur á undanförnum árum ítrekað verið fjallað um vaxandi umsvif skipulagðra glæpahópa á Íslandi. Jafnframt hefur verið vakin athygli á auknu samstarfi slíkra hópa á vettvangi skipulagðrar glæpastarfsemi. Ríkislögreglustjóri telur ástæðu til að ítreka þessi varnaðarorð. Greiningardeildin telur að götuvændi sé að færast í vöxt í höfuðborginni. „Einkum er þar um að ræða erlendar konur sem í mörgum tilvikum, hið minnsta, eru fluttar hingað til lands gagngert í þessum tilgangi. Starfsemi sem þessi er oftar en ekki þaulskipulögð og krefst samvinnu hópa og einstaklinga. Oft felur hún í sér nauðung, hótanir, ofbeldi og mansal." Skipulögð glæpastarfsemi færist í vöxt Að mati greiningardeildarinnar er aukið vændi, auk skipulagðra innbrota og þjófnaða, ein gleggsta birtingarmynd þess að skipulögð glæpastarfsemi færist í vöxt á Íslandi. „Í höfuðborgum nágrannalandanna hafa erlendar vændiskonur, sem leita viðskiptavina á götunni, valdið margvíslegum vanda á undanliðnum árum. Þar er um að ræða þaulskipulagða glæpastarfsemi sem erlendir glæpaflokkar halda einkum uppi, oft með aðstoð heimamanna." Greiningardeildin varar við því að svipað ástand kunni að skapast í Reykjavík verði ekki brugðist við þróun þessari á upphafsstigum hennar.
Mest lesið Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Innlent Hvar er opið á aðfangadag? Innlent Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Erlent Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Erlent Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Innlent Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Innlent Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Innlent Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Innlent Arion banki varar við svikaherferð Innlent Innflytjendamálin almenningi efst í huga Innlent Fleiri fréttir Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Skiluðu hagnaði á kosningaári Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Björgunarsveitin kölluð út í fokverkefni Grjóthrun undir Eyjafjöllum Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Óvissa um ráðherraskipan og skata fyrir byrjendur Maðurinn fundinn Sigríður Halldórsdóttir nýr ritstjóri Kastljóss Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Forsætisráðuneytið eyddi meiru í almannatengla í fyrra en í ár Inkalla snuð vegna of mikils magns BPA-plastefna Svanhildur Sif heiðruð Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Meðallaun upplýsingafulltrúa hækkuðu hlutfallslega mest Skötuilmurinn leggst yfir landið og Samkeppniseftirlitið ætlar að fylgjast vel með bensínverðinu Áfram auknar líkur á eldgosi Sjá meira