Laun hjá borginni skorin niður um 1,1 milljarð 27. mars 2009 12:52 Reykjavíkurborg ætlar að skera niður launakostnað sinn um 1,1 milljarð króna. Mestur er niðurskurðurinn á menntasviði en þar verður samkvæmt tillögu skorið niður um rúmlega 580 milljónir, þar af 390 milljónir í launakostnaði starfsmanna sviðsins. Tillögurnar verða afgreiddar á næsta borgarstjórnarfundi. Endurskoðun á fjárhagsáætlun 2009 hófst í byrjun janúar og var markmiðið að hagræða um rúmlega 2,4 milljarða. Í nýlegri greinargerð fjármálaskrifstofu er gert ráð fyrir að skera 1.126 milljónir niður í launaútgjöldum og 1.243 milljónir í öðrum kostnaði.Á ekki að hafa áhrif á grunnþjónustu borgarinnar Á þriðja þúsund starfsmanna tók þátt í vinnu endurskoðun fjárhagsáætlunar. Markmiðið var að ná fram hagræðingu án þess að það hefði áhrif á grunnþjónustu, störf eða gjaldskrár. Meðal annars verður skorið niður í launaútgjöldum um 390 milljónir á menntasviði, 225 milljónir á leikskólasviði, 113 milljónir á Íþrótta- og tómstundasviði og 103 milljónir á velferðarsviði.Kennsla barna í 2.-4. bekk skorin niður Á menntasviði verður niðurskurðinum náð með tvennum hætti. Í fyrsta lagi með því að minnka kaup á fastri yfirvinnu almennra starfsmanna og í öðru lagi með breyttu vinnufyrirkomulagi, en innifalið í því er breyting á viðbótar kennslustund hjá börnum í 2. til 4. bekk.Faslaunasamningar endurskoðaðir Fastlaunsamningar verða endurskoðaðir hjá starfsmönnum leikskólasviðs. Starfsmanna- og foreldrafundir sem haldnir hafa verið á kvöldin verða færðir á dagvinnutíma. Íþrótta- og tómstundaráð, sem meðal annars sér um rekstur frístundaheimila, mun endurskoða fastlaunasamninga starfmanna sviðsins, eftirvinna verður lækkuð og ekki verður ráðið í lausar stöður sem losna. Fastlaunasamningum starfsfólks á velferðarsviði verður sagt upp og samið verður um nýja. Áætluð hagræðing af því eru 53 milljónir króna. Dregið verður úr mældri yfirvinnu fyrir samtals 50 milljónir. Mest lesið Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Erlent Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Innlent Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Erlent Ekki ráðist í bólusetningarátak gegn Covid-19 Innlent Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Erlent Tuttugu prósent meira fjármagn í utanríkismál á næsta ári Innlent Standa fast á því að undirskriftin sé ekki Trumps Erlent Pornographers’ Convention CANCELLED! News in english Handtekinn í miðborginni fyrir brot á vopnalögum Innlent Taka tolla Trumps í flýtimeðferð Erlent Fleiri fréttir Umboðsmaður afgreiddi 566 mál og skilaði 21 áliti Tuttugu prósent meira fjármagn í utanríkismál á næsta ári Ekki ráðist í bólusetningarátak gegn Covid-19 Handtekinn í miðborginni fyrir brot á vopnalögum Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Útsending komin í lag Forseti biðlar til þingmanna og ólíkleg þátttaka í Eurovision Skipar ekki nýjan vararíkissaksóknara Teppa vegna minniháttar umferðarslyss á Kringlumýrarbraut Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Skipar nefnd um jafnrétti karla Hvatti þingmenn til að halda ekki áfram að setja met í málþófi Bein útsending: Guðsþjónusta og setning Alþingis „Við munum reyna að bæta öll mál“ „Er þetta allt sem Ísland getur gert?“ Bókun 35 verði keyrð í gegnum þingið Ríkisstjórnin sýnir á spilin og Alþingi sett í dag Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Mikill meirihluti hlynntur Hvammsvirkjun Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Gagnrýnir hæstu ríkisútgjöld sögunnar í fjárlagafrumvarpi Svona var kynning ríkisstjórnar á þingmálum vetrarins Reyksprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Verið ættleiddur af Íslendingum Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Tveir fluttir til aðhlynningar eftir árekstur á Suðurlandsvegi Sjá meira
Reykjavíkurborg ætlar að skera niður launakostnað sinn um 1,1 milljarð króna. Mestur er niðurskurðurinn á menntasviði en þar verður samkvæmt tillögu skorið niður um rúmlega 580 milljónir, þar af 390 milljónir í launakostnaði starfsmanna sviðsins. Tillögurnar verða afgreiddar á næsta borgarstjórnarfundi. Endurskoðun á fjárhagsáætlun 2009 hófst í byrjun janúar og var markmiðið að hagræða um rúmlega 2,4 milljarða. Í nýlegri greinargerð fjármálaskrifstofu er gert ráð fyrir að skera 1.126 milljónir niður í launaútgjöldum og 1.243 milljónir í öðrum kostnaði.Á ekki að hafa áhrif á grunnþjónustu borgarinnar Á þriðja þúsund starfsmanna tók þátt í vinnu endurskoðun fjárhagsáætlunar. Markmiðið var að ná fram hagræðingu án þess að það hefði áhrif á grunnþjónustu, störf eða gjaldskrár. Meðal annars verður skorið niður í launaútgjöldum um 390 milljónir á menntasviði, 225 milljónir á leikskólasviði, 113 milljónir á Íþrótta- og tómstundasviði og 103 milljónir á velferðarsviði.Kennsla barna í 2.-4. bekk skorin niður Á menntasviði verður niðurskurðinum náð með tvennum hætti. Í fyrsta lagi með því að minnka kaup á fastri yfirvinnu almennra starfsmanna og í öðru lagi með breyttu vinnufyrirkomulagi, en innifalið í því er breyting á viðbótar kennslustund hjá börnum í 2. til 4. bekk.Faslaunasamningar endurskoðaðir Fastlaunsamningar verða endurskoðaðir hjá starfsmönnum leikskólasviðs. Starfsmanna- og foreldrafundir sem haldnir hafa verið á kvöldin verða færðir á dagvinnutíma. Íþrótta- og tómstundaráð, sem meðal annars sér um rekstur frístundaheimila, mun endurskoða fastlaunasamninga starfmanna sviðsins, eftirvinna verður lækkuð og ekki verður ráðið í lausar stöður sem losna. Fastlaunasamningum starfsfólks á velferðarsviði verður sagt upp og samið verður um nýja. Áætluð hagræðing af því eru 53 milljónir króna. Dregið verður úr mældri yfirvinnu fyrir samtals 50 milljónir.
Mest lesið Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Erlent Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Innlent Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Erlent Ekki ráðist í bólusetningarátak gegn Covid-19 Innlent Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Erlent Tuttugu prósent meira fjármagn í utanríkismál á næsta ári Innlent Standa fast á því að undirskriftin sé ekki Trumps Erlent Pornographers’ Convention CANCELLED! News in english Handtekinn í miðborginni fyrir brot á vopnalögum Innlent Taka tolla Trumps í flýtimeðferð Erlent Fleiri fréttir Umboðsmaður afgreiddi 566 mál og skilaði 21 áliti Tuttugu prósent meira fjármagn í utanríkismál á næsta ári Ekki ráðist í bólusetningarátak gegn Covid-19 Handtekinn í miðborginni fyrir brot á vopnalögum Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Útsending komin í lag Forseti biðlar til þingmanna og ólíkleg þátttaka í Eurovision Skipar ekki nýjan vararíkissaksóknara Teppa vegna minniháttar umferðarslyss á Kringlumýrarbraut Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Skipar nefnd um jafnrétti karla Hvatti þingmenn til að halda ekki áfram að setja met í málþófi Bein útsending: Guðsþjónusta og setning Alþingis „Við munum reyna að bæta öll mál“ „Er þetta allt sem Ísland getur gert?“ Bókun 35 verði keyrð í gegnum þingið Ríkisstjórnin sýnir á spilin og Alþingi sett í dag Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Mikill meirihluti hlynntur Hvammsvirkjun Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Gagnrýnir hæstu ríkisútgjöld sögunnar í fjárlagafrumvarpi Svona var kynning ríkisstjórnar á þingmálum vetrarins Reyksprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Verið ættleiddur af Íslendingum Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Tveir fluttir til aðhlynningar eftir árekstur á Suðurlandsvegi Sjá meira