Innlent

Dæmdur fyrir ólöglegt samræði við fjórtán ára stúlku

Dómarar Héraðsdóms Reykjaness töldu réttast að skilorðsbinda dóminn að fullu.
Dómarar Héraðsdóms Reykjaness töldu réttast að skilorðsbinda dóminn að fullu.

Rúmlega tvítugur piltur var dæmdur í tólf mánaða skilorðsbundið fangelsi fyrir að hafa haft þrisvar samræði við fjórtán ára stúlku. Að auki er hann dæmdur fyrir að hafa látið hana hafa haft munnmök við sig. Brotin áttu sér stað í bifreið piltsins.

Pilturinn var nítján ára gamall þegar brotin voru framinn og játaði hann skýlaust. Hann hefur ekki orðið uppvís af afbrotum áður og því taldi Héraðsdómur Reykjaness réttast að skilorðsbinda refsinguna að öllu leytinu til.

Pilturinn sagðist hafa vitað að stúlkan væri fjórtán ára þegar hann braut af sér.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×