Innlent

Bikiníbomba stal sundbol

Anna Nicole Grayson í bikiníinu umdeilda.
Anna Nicole Grayson í bikiníinu umdeilda.

Bikiníbomban Anna Nicole Grayson var ákærð fyrir fíkniefnamisferli, þjófnað og skemmdarvek í tuttugu og fjórum ákæruliðum á dögunum. Nú hafa þrír ákæruliðir bæst við. Meðal annars er Anna ákærð fyrir að hafa stolið vörum úr Bónus og sundbol úr versluninni Sportveri við Glerártorg á Akureyri. Hún er einnig ákærð fyrir fjársvik með því að hafa stolið þremur greiðslukortum úr fataskáp við Djassballetskóla Báru. Í framhaldi af því sveik ún út veitingar á veitingastaðnum Ruby Tuesday með umræddum greiðslukortum.

Vísir hefur áður sagt frá ákæruliðunum tuttugu og fjórum en aðalmeðferð í málinu verður á næstunni.

Anna Nicole vakti mikla athygli er hún tók þátt í bombukeppni Hawain Tropic hér á landi fyrir um tveimur árum. Þá braut hún fánalög með því að koma fram í bikíni sem var í fánalitunum.

Anna Nicole komst þó fyrst í fréttirnar árið 1993 þegar faðir hennar í félagi við annan reyndi að nema hana og systur hennar á brott eftir harðvítuga forræðisdeilu við móður hennar. Málið vakti mikla athygli fjölmiðla á sínum tíma.

Krafist er refsingar yfir Önnu vegna brotanna en hún er einnig ákærð fyrir að hafa lítilræði af amfetamíni undir höndum. Alls krefjast 10 verslanir skaðabóta vegna brota Önnu.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×