Innlent

Enn ein kannabisframleiðslan stöðvuð

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu stöðvaði umfangsmikla kannabisræktun í íbúðahúsi í Hafnarfirði í gær og í miðborginni á sunnudag. Samtals var lagt hald á 650 kannabisplöntur.

Við húsleitina í Hafnarfirði fundust um 600 kannabisplöntur á ýmsum stigum ræktunar. Karl á þrítugsaldri var yfirheyrður í tengslum við rannsókn málsins. Samkvæmt heimildum fréttastofu var ekki um fullkomna verksmiðju að ræða líkt og lögregla hefur fundið undanfarnar vikur.

Í húsinu í miðbænum fundust tæplega 50 kannabisplöntur á ýmsum stigum ræktunar. Í tilkynningu frá lögreglunni kemur ekki fram hvort einhver hafi verið yfirheyrður vegna málsins.

Fíkniefnalögreglan á höfuðborgarsvæðinu hefur komið upp um 20 sambærileg mál frá áramótum og koma tugir manna við sögu.

 








Fleiri fréttir

Sjá meira


×