Innlent

Fimm ára fangelsi fyrir morðtilraun

Hæstirétttur Íslands staðfesti fimm ára fangelsisdóm yfir Sævari Sævarssyni fyrir tilraun til manndráps síðustu Verslunarmannahelgi. Þá stakk Sævar mann af erlendum uppruna á Hverfisgötu eftir að hann taldi að maðurinn hefði slegið flösku í bílinn.

Hann elti hann niður Hverfisgötu, þar til maðurinn datt í götuna. Þar stakk Sævar manninn í bakið og vinstri hönd.

Komst Hæstiréttur að því að Sævar skyldiu afplána fimm ára fangelsisdóm og greiða rétt tæpa milljón í málskostnað auk þess sem hann greiði fórnalambi sínu rúmlega áttahundruð þúsund krónur.










Fleiri fréttir

Sjá meira


×