Innlent

Tjónið í Sandgerði hleypur á tugum milljóna

Tjónið, sem varð í bruna í plastverksmiðju Sólplasts í Sandgerði í gærkvöldi, hleypur á mörgum tugum milljóna. Eldurinn virðist hafa komið upp í stórum plastfiskibáti, sem var verið að gera við eftir bruna í honum í febrúar.

Starfsmenn voru ný hættir vinnu og var húsið mannlaust, en svo vel vildi til að einn starfsmaður þurfti að koma þar við aftur, og varð hann edsins var. Þegar slökkvilið kom á vettvang logaði mikill eldur í húsnæðinu og um tíma óttuðust menn að´öll húsalengjan brynni, en Sólplast er í hluta hússins.

Slökkviliðið braut sér leið inn í með vinnuvél og dró þaðan út brennandi ellefu tonna hrað-fiskibát, sem var þar til viðgerðar. Þá tókst liðinu að koma í veg fyrir að eldurinn bærist í aðrar einingar hússins, þar sem trésmiðja er meðal annars til húsa. Um klukkustund tók að slökkva eldinn, en þá var þakið ónýtt og allt innanstokks stór skemmt.

Sömuleiðis báturinn sem var hátt í 40 milljóna króna virði, annar bátur sem verið var að breyta og enn einn bátur, sem var í smíðum inni í húsinu. Rannsókn málsins beinist að eldsupptökum í bátnum, sem dreginn var út.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×