Ólafur: Munar um hvern mann Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 26. mars 2009 13:17 Ólafur Jóhannesson, landsliðsþjálfari. Mynd/Stefán Ólafur Jóhannesson landsliðsþjálfari segir það slæmt að missa reynslumikla menn úr íslenska landsliðinu fyrir leikinn mikilvæga gegn Skotum í næstu viku. Þeir Birkir Már Sævarsson og Heiðar Helguson hafa neyðst til að draga sig úr hópnum vegna meiðsla og þá er nánast öruggt að Brynjar Björn Gunnarsson verði ekki með. „Það eru 99 prósent líkur á því að hann verði ekki með. Það er sérstaklega slæmt að missa hann og Heiðar því þeir búa yfir mikilli reynslu úr enska boltanum og við erum að fara mæta liði sem spilar samskonar knattspyrnu." „Svo er Birkir afar traustur leikmaður og einn af fáum sem hafa þann hraða sem til þarf." „En flóran af góðum leikmönnum er ekki stór og munar um hvern mann sem við missum." Hann segist þó treysta þeim leikmönnum sem koma inn í þeirra stað fyllilega til að takast á við það verkefni sem er framundan. „Við verðum ellefu inn á vellinum - það hefur ekkert breyst," sagði Ólafur. „Það koma aðrir leikmenn inn og þeim er algerlega treystandi þrátt fyrir að þeir búi ekki yfir jafn mikilli reynslu og hinir. Það var vitað að þeir þurftu einhvern tímann að takast á við stór og mikil verkefn og þeir munu því öðlast dýrmæta reynslu í þessum leik nú." Ólafur valdi þá Ármann Smára Björnsson og Birki Bjarnason í landsliðið í stað þeirra Heiðars og Birkis Más. „Það er hægt að nota Ármann á marga vegu. Hann er sterkur í loftinu og getur spilað sem „target-center" ef á því þarf að halda." „Birkir var sá eini af þeim ungu leikmönnum sem við höfðum ekki kíkt á. Það var því kjörið að taka hann inn nú." „Hann hefur verið fastamaður með Viking í Noregi nú í upphafi tímabilsins sem veit á gott. Ég sá hann líka spila í Noregi í fyrra og einnig með U-21 landsliðinu. Mér leist vel á hann í báðum þessum leikjum." Ólafur segist ekki hafa fengið frekari fregnir um meiðslavandræði á leikmönnum íslenska landsliðsins. „Emil (Hallfreðsson) er kominn til landsins og hefur farið til sjúkraþjálfara. Hann lítur vel út." Tengdar fréttir Birkir og Ármann Smári í landsliðið Ólafur Jóhannesson hefur valið þá Birki Bjarnason og Ármann Smára Björnsson, sem báðir leika í Noregi, í landsliðshópinn sem mætir Skotum í næstu viku. 26. mars 2009 13:02 Mest lesið Alfreð tekur á sig sökina: Gagnrýndur óbeint af leikmanni Handbolti Undrandi á skrýtinni stöðu: „Þetta er bara ekki að virka“ Handbolti Mætti brjálaður í viðtal og hjólaði í stjórnina Enski boltinn Andri einn og yfirgefinn: „Held ég hafi sloppið“ Handbolti Fá martraðir um Tryggva eftir leik kvöldsins Körfubolti Stór mistök Alfreðs reyndust Þjóðverjum dýrkeypt Handbolti Króatar Dags lentu í kröppum dansi í fyrsta leik á EM Handbolti Stefán Teitur sætti sig ekki við bekkjarsetu: „Það besta í stöðunni“ Fótbolti Norðmenn áfram í milliriðla Handbolti Stærsta stund strákanna okkar Handbolti Fleiri fréttir Stefán Teitur sætti sig ekki við bekkjarsetu: „Það besta í stöðunni“ Mætti brjálaður í viðtal og hjólaði í stjórnina Pirrandi kvöld fyrir topplið Arsenal í Skírisskógi Salah klúðraði vítaspyrnu er Nígería tók þriðja sætið Þróttur skellti KR í Reykjavíkurmótinu Dagar Frank hjá Tottenham taldir? Benoný skoraði sigurmark Stockport Kærkominn sigur í fyrsta deildarleik Rosenior með Chelsea Víti í súginn í fjórða jafntefli Liverpool í röð Ísaki fórnað í langþráðum sigri Kölnar Birta hetja Genoa í frumrauninni Markaskorarinn Mbeumo: „Old Trafford var ótrúlegur í dag“ Mbappé á skotskónum í fyrsta sigrinum undir stjórn Arbeloa Draumabyrjun hjá Carrick KR fær tvo unga Ganverja „Stoltur að fá þetta tækifæri og tek því ekki sem sjálfsögðum hlut“ Alveg sama hvað Roy Keane hefur að segja Hákon horfði upp á tap er PSG tók toppsætið Líklegra að Vinícius Jr. framlengi við Real Madrid eftir brottför Xabi Alonso Slot segir Salah enn vera mjög mikilvægan fyrir Liverpool Glasner hættir með Crystal Palace í vor og Guehi fer nú í janúar Gamla Íslendingafélagið gæti breytt aftur um nafn Breytingar hjá Breiðabliki Félagsfærni og persónuleiki skiptir miklu máli þegar Tuchel velur HM-hópinn Albert fær liðsfélaga frá Leeds Nýr þjálfari Chelsea minnti leikmenn á að þvo sér um hendur Í lífstíðarbann fyrir þessa óhuggulegu tæklingu Kenna Donald Trump og falli Bandaríkjadals um sjö milljarða tap „Á eftir bolta kemur barn“ Rúmlega hálfur milljarður manna sótti um miða á HM Sjá meira
Ólafur Jóhannesson landsliðsþjálfari segir það slæmt að missa reynslumikla menn úr íslenska landsliðinu fyrir leikinn mikilvæga gegn Skotum í næstu viku. Þeir Birkir Már Sævarsson og Heiðar Helguson hafa neyðst til að draga sig úr hópnum vegna meiðsla og þá er nánast öruggt að Brynjar Björn Gunnarsson verði ekki með. „Það eru 99 prósent líkur á því að hann verði ekki með. Það er sérstaklega slæmt að missa hann og Heiðar því þeir búa yfir mikilli reynslu úr enska boltanum og við erum að fara mæta liði sem spilar samskonar knattspyrnu." „Svo er Birkir afar traustur leikmaður og einn af fáum sem hafa þann hraða sem til þarf." „En flóran af góðum leikmönnum er ekki stór og munar um hvern mann sem við missum." Hann segist þó treysta þeim leikmönnum sem koma inn í þeirra stað fyllilega til að takast á við það verkefni sem er framundan. „Við verðum ellefu inn á vellinum - það hefur ekkert breyst," sagði Ólafur. „Það koma aðrir leikmenn inn og þeim er algerlega treystandi þrátt fyrir að þeir búi ekki yfir jafn mikilli reynslu og hinir. Það var vitað að þeir þurftu einhvern tímann að takast á við stór og mikil verkefn og þeir munu því öðlast dýrmæta reynslu í þessum leik nú." Ólafur valdi þá Ármann Smára Björnsson og Birki Bjarnason í landsliðið í stað þeirra Heiðars og Birkis Más. „Það er hægt að nota Ármann á marga vegu. Hann er sterkur í loftinu og getur spilað sem „target-center" ef á því þarf að halda." „Birkir var sá eini af þeim ungu leikmönnum sem við höfðum ekki kíkt á. Það var því kjörið að taka hann inn nú." „Hann hefur verið fastamaður með Viking í Noregi nú í upphafi tímabilsins sem veit á gott. Ég sá hann líka spila í Noregi í fyrra og einnig með U-21 landsliðinu. Mér leist vel á hann í báðum þessum leikjum." Ólafur segist ekki hafa fengið frekari fregnir um meiðslavandræði á leikmönnum íslenska landsliðsins. „Emil (Hallfreðsson) er kominn til landsins og hefur farið til sjúkraþjálfara. Hann lítur vel út."
Tengdar fréttir Birkir og Ármann Smári í landsliðið Ólafur Jóhannesson hefur valið þá Birki Bjarnason og Ármann Smára Björnsson, sem báðir leika í Noregi, í landsliðshópinn sem mætir Skotum í næstu viku. 26. mars 2009 13:02 Mest lesið Alfreð tekur á sig sökina: Gagnrýndur óbeint af leikmanni Handbolti Undrandi á skrýtinni stöðu: „Þetta er bara ekki að virka“ Handbolti Mætti brjálaður í viðtal og hjólaði í stjórnina Enski boltinn Andri einn og yfirgefinn: „Held ég hafi sloppið“ Handbolti Fá martraðir um Tryggva eftir leik kvöldsins Körfubolti Stór mistök Alfreðs reyndust Þjóðverjum dýrkeypt Handbolti Króatar Dags lentu í kröppum dansi í fyrsta leik á EM Handbolti Stefán Teitur sætti sig ekki við bekkjarsetu: „Það besta í stöðunni“ Fótbolti Norðmenn áfram í milliriðla Handbolti Stærsta stund strákanna okkar Handbolti Fleiri fréttir Stefán Teitur sætti sig ekki við bekkjarsetu: „Það besta í stöðunni“ Mætti brjálaður í viðtal og hjólaði í stjórnina Pirrandi kvöld fyrir topplið Arsenal í Skírisskógi Salah klúðraði vítaspyrnu er Nígería tók þriðja sætið Þróttur skellti KR í Reykjavíkurmótinu Dagar Frank hjá Tottenham taldir? Benoný skoraði sigurmark Stockport Kærkominn sigur í fyrsta deildarleik Rosenior með Chelsea Víti í súginn í fjórða jafntefli Liverpool í röð Ísaki fórnað í langþráðum sigri Kölnar Birta hetja Genoa í frumrauninni Markaskorarinn Mbeumo: „Old Trafford var ótrúlegur í dag“ Mbappé á skotskónum í fyrsta sigrinum undir stjórn Arbeloa Draumabyrjun hjá Carrick KR fær tvo unga Ganverja „Stoltur að fá þetta tækifæri og tek því ekki sem sjálfsögðum hlut“ Alveg sama hvað Roy Keane hefur að segja Hákon horfði upp á tap er PSG tók toppsætið Líklegra að Vinícius Jr. framlengi við Real Madrid eftir brottför Xabi Alonso Slot segir Salah enn vera mjög mikilvægan fyrir Liverpool Glasner hættir með Crystal Palace í vor og Guehi fer nú í janúar Gamla Íslendingafélagið gæti breytt aftur um nafn Breytingar hjá Breiðabliki Félagsfærni og persónuleiki skiptir miklu máli þegar Tuchel velur HM-hópinn Albert fær liðsfélaga frá Leeds Nýr þjálfari Chelsea minnti leikmenn á að þvo sér um hendur Í lífstíðarbann fyrir þessa óhuggulegu tæklingu Kenna Donald Trump og falli Bandaríkjadals um sjö milljarða tap „Á eftir bolta kemur barn“ Rúmlega hálfur milljarður manna sótti um miða á HM Sjá meira
Birkir og Ármann Smári í landsliðið Ólafur Jóhannesson hefur valið þá Birki Bjarnason og Ármann Smára Björnsson, sem báðir leika í Noregi, í landsliðshópinn sem mætir Skotum í næstu viku. 26. mars 2009 13:02