Innlent

Sunnlenskir þríburar fengu ökuréttindi samtímis

Skírteinið í hendi og þá er bara að skella sér á rúntinn...með gát.
Skírteinið í hendi og þá er bara að skella sér á rúntinn...með gát.
Sunnlenskir þríburar, tvær stúlkur og einn piltur, fengu ökuréttindi samtímis í vikunni. Þau höfðu lokið ökunámi og tekið prófið áður en þau náðu 17 ára aldrinum en á miðnætti, aðfaranótt afmælisdagsins, mættu þau á lögreglustöðina á Selfossi og sóttu skírteinin. Að sögn vikublaðsins Dagskrárinnar fóru þau beint á rúntinn, enda önnur systranna búin að kaupa sér bíl.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×