Innlent

Ógnaði afgreiðslumanni 10-11 með hnífi

Verslun 10-11 Engihjalla
Verslun 10-11 Engihjalla

Um kvöldmatarleytið í gærkvöldi kom drengur inn í verslun 10-11 við Engihjalla í Kópavogi, ógnaði þar afgreiðslumanni með hnífi og heimtaði peninga. Afgreiðslumaðurinn lét hann hafa peninga en hann var síðan handsamaður fyrir utan verslunina. Að sögn lögreglu er drengurinn andlega vanheill og var lögregla að leita hans áður en ránið var framið.

Var drengurinn yfirheyrður á lögreglustöð en fékk síðan viðeigandi hjálp að því loknu.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×