Litla-Hraun á Laugaveg 13. mars 2009 09:15 Saman í fangavaktinni. Ingvar E. Sigurðsson, Björn Thors og Ólafur Darri leika allir fanga í Fangavaktinni, síðustu seríunni um þá Ólaf Ragnar, Daníel og Georg. Til greina kemur að Þröstur Leó Gunnarsson fari með hlutverk fangavarðar en það hefur þó ekki verið staðfest. Tökur á Fangavaktinni, þriðju seríunni um Georg, Ólaf Ragnar og Daníel, hefjast í byrjun maí. Leikararnir hafa verið tíðir gestir á Litla-Hrauni síðan um áramót. Þegar hefur verið gengið frá ráðningu Ingvars E. Sigurðssonar, Ólafs Darra og Björns Thors í hlutverk fanga á Litla-Hrauni og þá mun nýgræðingurinn Sigurður Hjaltason þreyta frumraun sína í þáttunum sem afbrotamaður. Ragnar Bragason segir að enn eigi eftir að ganga frá ráðningu á fangavörðum en samkvæmt heimildum Fréttablaðsins kemur Þröstur Leó Gunnarsson sterklega til greina í það. Ragnar vildi ekki staðfesta það. „Þetta verður skemmtileg blanda og það verður forvitnilegt að taka þessar kanónur inn í þennan blandaða áhugamannahóp. Enda hefur verið ákaflega gaman á samlestrum hjá okkur,“ segir Ragnar. Hópurinn hefur farið í ófár heimsóknir á Litla-Hraun í rannsóknarskyni og mætt þar hlýlegu viðmóti fanga og fangavarða. „Fólkið á Litla-Hrauni hefur tekið okkur opnum örmum og allir hafa verið reiðubúnir til að leggja sitt á vogarskálarnar.“ Hann segir það skýrt markmið Fangavaktarinnar að búa til raunsæja veröld íslenskra fanga en ekki eitthvert ímyndað amerískt fangelsi. „Það hefur verið fróðleg lífsreynsla að fara þarna inn en óneitanlega er það góð tilfinning að geta gengið út hvenær sem maður vill.“ Ragnar hrósar þeim Margréti Frímannsdóttur, forstöðumanni Litla-Hrauns, og Páli Winkel fangelsismálastjóra sérstaklega. Þau hafi verið ótrúlega liðleg í öllum samskiptum. Ekkert verður þó af því að tökuliðið setjist að á Litla-Hrauni. Enda er fangelsið, að sögn Ragnars, yfirfullt. „Fangelsismálin á Íslandi eru í miklum ólestri enda eru tuttugu fleiri fangar en fangelsið getur tekið við í raun og veru. Við getum því ekkert fengið einhvern einn gang og dundað okkur við tökur því hver fermetri er fullnýttur.“ Og því hefur verið unnið að því að byggja fangagang á Laugavegi 176 en þar skammt frá er einmitt upphafið að ævintýrum hinnar heilögu þrenningar, bensínstöð Skeljungs. „Við eigum eftir að skjótast þangað yfir og fá okkur pylsu með öllu í hádeginu.“ freyrgigja@frettabladid.is Edda Arnljótsdóttir og Ingvar E. Sigurðsson leikarar ingvar og edda Ólafur Darri Ólafsson leikari asdf Mest lesið Þessi lönd komust áfram í úrslit Lífið „Ég fæ það bara um leið og ég set hann inn“ Lífið Ekki smart að amman skipti sér af getnaðinum Lífið Komast ekki áfram nema þeir séu á skjánum Lífið Vaktin: Komast Væb-bræður áfram? Lífið „Ég þurfti að breyta hugsun, hegðun og tali“ Áskorun Formleg spá og ítarleg greining á keppendum kvöldsins Lífið Egill í SuitUp keypti glæsiíbúð undir fasteignamati Lífið María Birta og Elli orðin tveggja barna foreldrar Lífið „Og ég varð snargeðveikur“ Lífið Fleiri fréttir Ekki smart að amman skipti sér af getnaðinum Þessi lönd komust áfram í úrslit „Ég fæ það bara um leið og ég set hann inn“ Vaktin: Komast Væb-bræður áfram? Einar og Milla eiga von á dreng Egill í SuitUp keypti glæsiíbúð undir fasteignamati „Ég fæddist fyrir þessa stund“ Sögulegt parhús í Hlíðunum Íslendingarnir gleymdu mikilvægu hráefni á lokadeginum Komast ekki áfram nema þeir séu á skjánum María Birta og Elli orðin tveggja barna foreldrar Innlit í best skipulögðu íbúðina á Selfossi Fögur fljóð og töfrandi stund í Haukadal Formleg spá og ítarleg greining á keppendum kvöldsins „Mökkurinn var þéttur og við fórum í gegnum hann“ Pussy Riot og Páll Óskar troða upp til stuðnings flóttafólki Skrýtið að sjá mannfjöldann syngja með á íslensku Halla á hátíðarsýningu Attenborough Norðurljósin séu svalasta undur veraldar Arnar og Sara gáfu syninum nafn Atriðin sem Ísland vill ekki fá áfram Í kossaflensi á Beyoncé Ísrael sendir kvörtun til EBU Aðal gellur landsins saman í epískri hestaferð Stjörnulífið: Seiðandi ofurskvísur og mæðradagurinn Elskar fallega hælaskó og Prettyboitjokkó Fréttamaður í næstlélegasta flokknum en Væb stórstjörnur Næsta lag fjalli um hið íslenska gufubað „Ég varð stjörf af hræðslu“ Krakkatían: Reikistjörnur, regnbogar og kengúrur Sjá meira
Tökur á Fangavaktinni, þriðju seríunni um Georg, Ólaf Ragnar og Daníel, hefjast í byrjun maí. Leikararnir hafa verið tíðir gestir á Litla-Hrauni síðan um áramót. Þegar hefur verið gengið frá ráðningu Ingvars E. Sigurðssonar, Ólafs Darra og Björns Thors í hlutverk fanga á Litla-Hrauni og þá mun nýgræðingurinn Sigurður Hjaltason þreyta frumraun sína í þáttunum sem afbrotamaður. Ragnar Bragason segir að enn eigi eftir að ganga frá ráðningu á fangavörðum en samkvæmt heimildum Fréttablaðsins kemur Þröstur Leó Gunnarsson sterklega til greina í það. Ragnar vildi ekki staðfesta það. „Þetta verður skemmtileg blanda og það verður forvitnilegt að taka þessar kanónur inn í þennan blandaða áhugamannahóp. Enda hefur verið ákaflega gaman á samlestrum hjá okkur,“ segir Ragnar. Hópurinn hefur farið í ófár heimsóknir á Litla-Hraun í rannsóknarskyni og mætt þar hlýlegu viðmóti fanga og fangavarða. „Fólkið á Litla-Hrauni hefur tekið okkur opnum örmum og allir hafa verið reiðubúnir til að leggja sitt á vogarskálarnar.“ Hann segir það skýrt markmið Fangavaktarinnar að búa til raunsæja veröld íslenskra fanga en ekki eitthvert ímyndað amerískt fangelsi. „Það hefur verið fróðleg lífsreynsla að fara þarna inn en óneitanlega er það góð tilfinning að geta gengið út hvenær sem maður vill.“ Ragnar hrósar þeim Margréti Frímannsdóttur, forstöðumanni Litla-Hrauns, og Páli Winkel fangelsismálastjóra sérstaklega. Þau hafi verið ótrúlega liðleg í öllum samskiptum. Ekkert verður þó af því að tökuliðið setjist að á Litla-Hrauni. Enda er fangelsið, að sögn Ragnars, yfirfullt. „Fangelsismálin á Íslandi eru í miklum ólestri enda eru tuttugu fleiri fangar en fangelsið getur tekið við í raun og veru. Við getum því ekkert fengið einhvern einn gang og dundað okkur við tökur því hver fermetri er fullnýttur.“ Og því hefur verið unnið að því að byggja fangagang á Laugavegi 176 en þar skammt frá er einmitt upphafið að ævintýrum hinnar heilögu þrenningar, bensínstöð Skeljungs. „Við eigum eftir að skjótast þangað yfir og fá okkur pylsu með öllu í hádeginu.“ freyrgigja@frettabladid.is Edda Arnljótsdóttir og Ingvar E. Sigurðsson leikarar ingvar og edda Ólafur Darri Ólafsson leikari asdf
Mest lesið Þessi lönd komust áfram í úrslit Lífið „Ég fæ það bara um leið og ég set hann inn“ Lífið Ekki smart að amman skipti sér af getnaðinum Lífið Komast ekki áfram nema þeir séu á skjánum Lífið Vaktin: Komast Væb-bræður áfram? Lífið „Ég þurfti að breyta hugsun, hegðun og tali“ Áskorun Formleg spá og ítarleg greining á keppendum kvöldsins Lífið Egill í SuitUp keypti glæsiíbúð undir fasteignamati Lífið María Birta og Elli orðin tveggja barna foreldrar Lífið „Og ég varð snargeðveikur“ Lífið Fleiri fréttir Ekki smart að amman skipti sér af getnaðinum Þessi lönd komust áfram í úrslit „Ég fæ það bara um leið og ég set hann inn“ Vaktin: Komast Væb-bræður áfram? Einar og Milla eiga von á dreng Egill í SuitUp keypti glæsiíbúð undir fasteignamati „Ég fæddist fyrir þessa stund“ Sögulegt parhús í Hlíðunum Íslendingarnir gleymdu mikilvægu hráefni á lokadeginum Komast ekki áfram nema þeir séu á skjánum María Birta og Elli orðin tveggja barna foreldrar Innlit í best skipulögðu íbúðina á Selfossi Fögur fljóð og töfrandi stund í Haukadal Formleg spá og ítarleg greining á keppendum kvöldsins „Mökkurinn var þéttur og við fórum í gegnum hann“ Pussy Riot og Páll Óskar troða upp til stuðnings flóttafólki Skrýtið að sjá mannfjöldann syngja með á íslensku Halla á hátíðarsýningu Attenborough Norðurljósin séu svalasta undur veraldar Arnar og Sara gáfu syninum nafn Atriðin sem Ísland vill ekki fá áfram Í kossaflensi á Beyoncé Ísrael sendir kvörtun til EBU Aðal gellur landsins saman í epískri hestaferð Stjörnulífið: Seiðandi ofurskvísur og mæðradagurinn Elskar fallega hælaskó og Prettyboitjokkó Fréttamaður í næstlélegasta flokknum en Væb stórstjörnur Næsta lag fjalli um hið íslenska gufubað „Ég varð stjörf af hræðslu“ Krakkatían: Reikistjörnur, regnbogar og kengúrur Sjá meira