Fótbolti

Markalaust í borgarslagnum

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Eggert Gunnþór Jónsson í leik með Hearts.
Eggert Gunnþór Jónsson í leik með Hearts. Nordic Photos / Getty Images
Hearts og Hibernian skildu í dag jöfn í skosku úrvalsdeildinni í knattspyrnu. Eggert Gunnþór Jónsson lék allan leikinn.

Tveimur varnarmönnum Hearts var vikið af velli í síðustu umferð og var því Eggert stillt upp í stöðu miðvarðar. Hann átti góðan leik og kom sínum mönnum til bjargar snemma í leiknum.

En Hearts átti fleiri færi í leiknum og skutu leikmenn liðsins þrívegis í stöngina.

Eggert lék í stöðu vinstri bakvarðar í síðari hálfleik og lagði upp eitt besta færi leiksins í upphafi hálfleiksins. Þá átti hann fyrigjöf á Christian Nade sem skaut í stöng.

Hearts er í fjórða sæti deildarinnar með 32 stig, fimm stigum meira en Hibs sem er í sjötta sæti. Celtic er á toppnum með 50 stig, Rangers er með 43 og Dundee 34.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×