Íslenski boltinn

Bestu leikirnir á Stöð 2 Sport - KR-ÍBV í kvöld

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Atli Eðvaldsson var þjálfari KR árið 1999.
Atli Eðvaldsson var þjálfari KR árið 1999. Mynd/Arnþór

Stöð 2 Sport mun í kvöld hefja sýningar á „bestu leikjunum" í samstarfi við Knattspyrnusamband Íslands. Um er að ræða sýningar á minnistæðum leikjum Íslandsmótsins undanfarin ár.

Leikirnir verða teknir saman í 25 mínútna löngum þáttum og í kvöld verður leikur KR og ÍBV frá 1999 tekinn fyrir. KR hafði beðið þá beðið eftir Íslandsmeistaratitli í 31 ár og með sigri í þessum leik var titillinn nánast í höfn.

Hér má sjá hvaða leikir verða teknir fyrir á næstunni. Þátturinn í kvöld hefst klukkan 22.55.

12. nóvember: Breiðablik - ÍA (19. ágúst 2001)

19. nóvember: ÍBV - Keflavík (21. september 1997)

26. nóvember: Fylkir - Þróttur (18. ágúst 2003)

3. desember: ÍBV - ÍA (23. september 2001)

10. desember: FH - Fram (25. júní 2003)






Fleiri fréttir

Sjá meira


×