Fótbolti

Liverpool mætir Unirea

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Steven Gerrard í leik með Liverpool.
Steven Gerrard í leik með Liverpool. Nordic Photos / Getty Images

Dregið var í 32-liða úrslit Evrópudeildarinnar í dag og verða það hlutskipti Liverpool að spila við rúmenska liðið Unirea Urziceni.

Bæði lið komust ekki áfram upp úr riðlakeppni Meistaradeildarinnar en þau lið sem urðu í þriðja sæti sinna riðla taka þátt í Evrópudeildinni eftir áramót ásamt þeim 24 liðum sem komust upp úr riðlum sínum í keppninni í haust.

Ef Liverpool kemst áfram í 16-liða úrslitin mætir liðið annað hvort Fenerbahce eða Lille.

Meðal annarra athyglisverðra viðureigna má nefna að Ajax mætir Juventus.

Fulham mun leika við Shakhtar Donetsk og Everton við portúgalska liðið Sporting. Leikirnir fara fram 11. og 18. mars næstkomandi.

32-liða úrslitin:

1. Rubin Kazan - Hapoel Tel Aviv

2. Athletic Bilbao - Anderlecht

3. FC Kaupmannahöfn - Marseille

4. Panathinaikos - Roma

5. Atletico Madrid - Galatasaray

6. Ajax - Juventus

7. Club Brügge - Valencia

8. Fulham - Shakhtar Donetsk

9. Liverpool - Unirea Urziceni

10. Hamburg - PSV Eindhoven

11. Villarreal - Wolfsburg

12. Standard Liege - Salzburg

13. Twente - Werder Bremen

14. Lille - Fenerbahce

15. Everton - Sporting Lissabon

16. Hertha Berlín - Benfica

16-liða úrslitin:

Sigurvegarar leiks 10 - sigurvegarar leiks 2

Sigurvegarar leiks 1 - sigurvegarar leiks 11

Sigurvegarar leiks 5 - sigurvegarar leiks 15

Sigurvegarar leiks 16 - sigurvegarar leiks 3

Sigurvegarar leiks 4 - sigurvegarar leiks 12

Sigurvegarar leiks 14 - sigurvegarar leiks 9

Sigurvegarar leiks 6 - sigurvegarar leiks 8

Sigurvegarar leiks 7 - sigurvegarar leiks 13




Fleiri fréttir

Sjá meira


×