Ljúka umræðu um stjórnskipunarlagafrumvarpið á tveimur klukkustundum Heimir Már Pétursson skrifar 11. mars 2009 12:32 Samkomulag náðist milli stjórnar og stjórnarandstöðu í gærkvöldi um að ljúka fyrstu umræðu um stjórnskipunarlagafrumvarpið á tveimur klukkustundum í dag. Umræður stóðu um málið til rúmlega ellefu í gærkvöldi. Frumvarp til stjórnskipunarlaga er ekki beinlínis stjórnarfrumvarp, því að því standa allir flokkar á Alþingi nema Sjálfstæðisflokkurinn. Frumvarpið sjálft er ekki stórt í smíðum, aðeins fjórar greinar, en með því fylgir þeim mun stærri greinargerð, og ef það verður samþykkt hafa verið gerðar nokkrar grundvallarbreytingar á stjórnarskrá Íslands. Í fyrstu grein frumvarpsins yrði fest í stjórnarskrá að náttúruauðlindir sem ekki eru háðar einkaeignarétti skuli vera þjóðareign og ríkið fari með forsjá þeirra. Náttúruauðlindir í þjóðareign megi ekki selja eða láta varanlega af hendi. Önnur grein frumvarpsins fjallar um það með hvaða hætti breyta megi stjórnarskránni sjálfri. En í dag þarf að boða til kosninga um leið og þing hefur samþykkt breytingar á stjórnarskrá og breytingarnar verða ekki að raunveruleika fyrr en nýtt þing hefur samþykkt þær. Kjósendur kjósa þá ekki um stjórnarskrárbreytinguna, heldur eingöngu nýtt þing. Nái stjórnlagafrumvarpið fram að ganga breytist þetta þannig að ef Alþingi samþykkir breytingu á stjórnarskránni, skuli þjóðin greiða atkvæði um breytinguna innan þriggja mánaða frá því Alþingi samþykkti breytinguna. Ef meirihluti þjóðarinnar samþykkir stjórnarskrárbreytinguna, skal forseti Íslands staðfesta hana, en þó með þeim fyrirvara að minnst 25 prósent þeirra sem eru á kjörskrá standi á bakvið meirihlutasamþykkið. Í þriðju grein laganna er opnað fyrir möguleika almennings til að kalla eftir breytingum á lögum með því að fara fram á þjóðaratkvæðagreiðslu. Til þess að það megi verða þyrftu minnst 15 prósent kjósenda að krefjast þess, eða um 30 þúsund manns miðað við fjölda kjósenda nú. Ekki yrði hægt að kalla eftir þjóðaratkvæðagreiðslu sem þessari vegna fjárlaga, fjáraukalaga, laga um skattaleg málefni og laga um þjóðréttarskuldbindingar. Í fjórðu og umdeildustu grein frumvarpsins er gert ráð fyrir stjórnlagaþingi sem komi saman í desember á þessu ári og ljúki störfum eigi síðar en þjóðhátíðardaginn 2011. Stjórnlagaþinginu er ætlað að taka stjórnarskrá Íslands í heild til endurskoðunar. Sjálfstæðismenn eru hvað óánægðastir með þennan hluta frumvarpsins. Þeir segja stjórnlagaþingið verða allt of dýrt og með því sé verið að taka völd af Alþingi. Umræður um frumvarpið stóðu í allan gærdag og fram til klukkan rúmlega ellefu í gærkvöldi. Þá lá fyrir samkomulag um að ljúka fyrstu umræðu um málið á tveggja tíma fundi í dag, þar sem ræðutíma verði skipt eftir styrk þingflokka og eftir það fari frumvarpið til nefndar. Mest lesið Í deilum við nágrannann vegna trjáa Erlent Tvær þyrlur sækja fjóra eftir alvarlegan árekstur á Fagurhólsmýri Innlent Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Innlent Segir dulda skattahækkun taka gildi á næsta ári Innlent Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Erlent Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Innlent Gróður farinn að grænka fyrir norðan Innlent Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Innlent „Þetta er ansi flókið, en þó ekki svo flókið“ Erlent Mesti snjór í New York í fjögur ár Erlent Fleiri fréttir Tvær þyrlur sækja fjóra eftir alvarlegan árekstur á Fagurhólsmýri „Rúllandi rafmangsleysi“ alla daga og tífaldur þungi í árásum „Gamla góða Ísland, bara betra“ Gróður farinn að grænka fyrir norðan Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Margfaldur þungi í loftárásum og kyntákn kveður Afbrot, fjölmiðlastyrkir og stefna Miðflokksins Segir dulda skattahækkun taka gildi á næsta ári Líkamsárás í miðbænum Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Reyndi ítrekað að stofna til slagsmála við skemmtistað Sjálfvirkir lyfjaskammtarar borgi sig tvöfalt til baka Tilhæfulaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Keyptu aðstoð vegna leiðréttingar landsframlags og hringferðar ráðherra Frumkvæðisvinna lögreglu að loka fjórum afhendingarstöðum „Fara þarf í raunverulegar aðgerðir“ Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Kjartan sækist ekki eftir endurráðningu sem bæjarstjóri Landeldi í vexti og lögregla lokar áfengisverslunum Árekstur á Suðurlandsbraut Ekki talinn tengjast aukinni eldvirkni Handteknir grunaðir um framleiðslu fíkniefna Jarðskjálfti við Kleifarvatn Lögreglumenn eltu lausa hesta Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Sjá meira
Samkomulag náðist milli stjórnar og stjórnarandstöðu í gærkvöldi um að ljúka fyrstu umræðu um stjórnskipunarlagafrumvarpið á tveimur klukkustundum í dag. Umræður stóðu um málið til rúmlega ellefu í gærkvöldi. Frumvarp til stjórnskipunarlaga er ekki beinlínis stjórnarfrumvarp, því að því standa allir flokkar á Alþingi nema Sjálfstæðisflokkurinn. Frumvarpið sjálft er ekki stórt í smíðum, aðeins fjórar greinar, en með því fylgir þeim mun stærri greinargerð, og ef það verður samþykkt hafa verið gerðar nokkrar grundvallarbreytingar á stjórnarskrá Íslands. Í fyrstu grein frumvarpsins yrði fest í stjórnarskrá að náttúruauðlindir sem ekki eru háðar einkaeignarétti skuli vera þjóðareign og ríkið fari með forsjá þeirra. Náttúruauðlindir í þjóðareign megi ekki selja eða láta varanlega af hendi. Önnur grein frumvarpsins fjallar um það með hvaða hætti breyta megi stjórnarskránni sjálfri. En í dag þarf að boða til kosninga um leið og þing hefur samþykkt breytingar á stjórnarskrá og breytingarnar verða ekki að raunveruleika fyrr en nýtt þing hefur samþykkt þær. Kjósendur kjósa þá ekki um stjórnarskrárbreytinguna, heldur eingöngu nýtt þing. Nái stjórnlagafrumvarpið fram að ganga breytist þetta þannig að ef Alþingi samþykkir breytingu á stjórnarskránni, skuli þjóðin greiða atkvæði um breytinguna innan þriggja mánaða frá því Alþingi samþykkti breytinguna. Ef meirihluti þjóðarinnar samþykkir stjórnarskrárbreytinguna, skal forseti Íslands staðfesta hana, en þó með þeim fyrirvara að minnst 25 prósent þeirra sem eru á kjörskrá standi á bakvið meirihlutasamþykkið. Í þriðju grein laganna er opnað fyrir möguleika almennings til að kalla eftir breytingum á lögum með því að fara fram á þjóðaratkvæðagreiðslu. Til þess að það megi verða þyrftu minnst 15 prósent kjósenda að krefjast þess, eða um 30 þúsund manns miðað við fjölda kjósenda nú. Ekki yrði hægt að kalla eftir þjóðaratkvæðagreiðslu sem þessari vegna fjárlaga, fjáraukalaga, laga um skattaleg málefni og laga um þjóðréttarskuldbindingar. Í fjórðu og umdeildustu grein frumvarpsins er gert ráð fyrir stjórnlagaþingi sem komi saman í desember á þessu ári og ljúki störfum eigi síðar en þjóðhátíðardaginn 2011. Stjórnlagaþinginu er ætlað að taka stjórnarskrá Íslands í heild til endurskoðunar. Sjálfstæðismenn eru hvað óánægðastir með þennan hluta frumvarpsins. Þeir segja stjórnlagaþingið verða allt of dýrt og með því sé verið að taka völd af Alþingi. Umræður um frumvarpið stóðu í allan gærdag og fram til klukkan rúmlega ellefu í gærkvöldi. Þá lá fyrir samkomulag um að ljúka fyrstu umræðu um málið á tveggja tíma fundi í dag, þar sem ræðutíma verði skipt eftir styrk þingflokka og eftir það fari frumvarpið til nefndar.
Mest lesið Í deilum við nágrannann vegna trjáa Erlent Tvær þyrlur sækja fjóra eftir alvarlegan árekstur á Fagurhólsmýri Innlent Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Innlent Segir dulda skattahækkun taka gildi á næsta ári Innlent Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Erlent Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Innlent Gróður farinn að grænka fyrir norðan Innlent Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Innlent „Þetta er ansi flókið, en þó ekki svo flókið“ Erlent Mesti snjór í New York í fjögur ár Erlent Fleiri fréttir Tvær þyrlur sækja fjóra eftir alvarlegan árekstur á Fagurhólsmýri „Rúllandi rafmangsleysi“ alla daga og tífaldur þungi í árásum „Gamla góða Ísland, bara betra“ Gróður farinn að grænka fyrir norðan Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Margfaldur þungi í loftárásum og kyntákn kveður Afbrot, fjölmiðlastyrkir og stefna Miðflokksins Segir dulda skattahækkun taka gildi á næsta ári Líkamsárás í miðbænum Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Reyndi ítrekað að stofna til slagsmála við skemmtistað Sjálfvirkir lyfjaskammtarar borgi sig tvöfalt til baka Tilhæfulaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Keyptu aðstoð vegna leiðréttingar landsframlags og hringferðar ráðherra Frumkvæðisvinna lögreglu að loka fjórum afhendingarstöðum „Fara þarf í raunverulegar aðgerðir“ Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Kjartan sækist ekki eftir endurráðningu sem bæjarstjóri Landeldi í vexti og lögregla lokar áfengisverslunum Árekstur á Suðurlandsbraut Ekki talinn tengjast aukinni eldvirkni Handteknir grunaðir um framleiðslu fíkniefna Jarðskjálfti við Kleifarvatn Lögreglumenn eltu lausa hesta Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Sjá meira