Ráðherra á milljónahlut í Byr Magnús Már Guðmundsson skrifar 11. júní 2009 16:14 Árni Páll Árnason, félags- og tryggingamálaráðherra, er hluthafi í Byr en hlutur hans samkvæmt stofnfjáreign er 5,6 milljónir króna. Þetta kemur fram þegar rýnt er í upplýsingar um hagsmunatengsl þingmanna. Hefð virðist hafa myndast fyrir því að ráðherrar sem heita Árni eigi hlut í Byr því nafni hans Mathiesen, fyrrverandi fjármálaráðherra, á einnig hlut í sparisjóðnum. 27 af 63 þingmönnum hafa upplýst um fjárhagslega hagsmuni sína og trúnaðarstörf utan þings. Reglurnar tóku gildi 1. maí en þingmenn ákveða sjálfir hvort þeir upplýsi um hagsmuni sína. Hægt er að nálgast upplýsingarnar á vef Alþingis. Flestir þeirra þingmanna sem hafa skilað upplýsingum um fjárhagslega hagsmuni segjast ekki hafa neina hagsmuni sem reglurnar taki til. Þó eru nokkrir auk Árna Páls sem tilgreina um tengsl sín sem þeir telja að reglurnar nái til. Eygló Harðardóttir, þingmaður Framsóknarflokksins, á 50% eignarhlut í fyrirtækinu Þorskur á þurru landi. Hún er jafnframt framkvæmdastjóri félagsins. Magnús Orri Schram, þingmaður Samfylkingarinnar, á 25% hlut í Víngott sem einkahlutafélag í meirihlutaeigu tengdaföður hans. Fram kemur að félagið sé smátt í sniðum, með heildarveltu undir 10 milljónum króna. Engar arðgreiðslur til Magnúsar hafa átt sér stað hjá viðkomandi fyrirtæki. Ólína Þorvarðardóttir, þingmaður Samfylkingarinnar, þiggur laun til loka júní vegna óunnins uppsagnarfrests hjá menntamálaráðuneytinu. Sigurður Ingi Jóhannsson, þingmaður Framsóknarflokksins, á hlut í Dýralæknaþjónusta Suðurlands þar sem hann starfaði áður en hann var kjörinn á þing. Þráinn Bertelsson, þingmaður Borgarahreyfingarinnar, á kvikmyndagerðarfyrirtækið Nýtt líf. Þá þiggur hann heiðurslaun listamanna frá Alþingi. Þá eiga Gunnar Bragi Sveinsson, þingmaður Framsóknarflokksins, Unnur Brá Konráðsdóttir, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, og Sigurður Ingi sæti í hinum ýmsu ráðum á nefndum vegna starfa sinna í bæjar- og sveitarstjórnum. Tengdar fréttir 27 þingmenn hafa upplýst um hagsmunatengsl sín 27 af 63 þingmönnum hafa upplýst um fjárhagslega hagsmuni sína og trúnaðarstörf utan þings. Þar á meðal eru allir þingmenn Framsóknarflokksins og fimm ráðherrar. 11. júní 2009 14:53 Mest lesið Lögregla rannsakar alvarlegt slys í Lágafellslaug Innlent Sex vikið úr starfi vegna banatilræðis gegn Trump Erlent Fyrsta rafknúna flugvélin í dönsku innanlandsflugi Erlent Segir ummæli ráðherra um sig ógeðfelld Innlent Telur sig hafa orðið vitni að aðdraganda drápsins Innlent Hélt á lokuðu umslagi Innlent Þingfundi frestað: Stjórnarandstaðan lagði fram „aðeins mýkri“ tillögu Innlent „Það er þarna sem rússneskir kafbátar fara í gegn“ Innlent Fangaverðir á sjúkrahús eftir hópárás fanga Innlent Ökumaður bifhjólsins látinn Innlent Fleiri fréttir Lögregla rannsakar alvarlegt slys í Lágafellslaug Þingfundi frestað: Stjórnarandstaðan lagði fram „aðeins mýkri“ tillögu „Það er þarna sem rússneskir kafbátar fara í gegn“ Hélt á lokuðu umslagi Tillögur „ekki afhentar í lokuðu umslagi“ Uppþot og fúkyrði á þinginu og bandarískur kjarnorkukafbátur Jökulhlaupið í rénun Reyna að stilla til friðar í bakherbergjum Alþingis Segir ummæli ráðherra um sig ógeðfelld Fundu tuttugu kíló af grasi eftir húsleit í Hafnarfirði Mennirnir þrír sjáist ekki í myndefni Vara við slysahættu vegna kaldavatnsleysis Vilja herða reglur um frágang rafhlaupahjóla í Reykjavík Segir valkyrjur rangnefni og vill kalla þær skjaldmeyjar Samtal við stjórnarandstöðuna fullreynt Kemur kjarnorkuvetur á eftir kjarnorkuákvæðinu? „Forsætisráðherra veit ekkert hvernig þetta hefur verið!“ „Enginn vafi á að fyrirkomulag Bílastæðasjóðs er löglegt“ Nóróveira líkleg orsök hópsýkingar á Laugarvatni „Það er orrustan um Ísland“ „Alvarleg yfirlýsing frá formanni flokks“ „Þjóðin þarf að fá að vita hvernig þau hafa hagað sér á bak við tjöldin“ Þykir leitt að hafa valdið uppnámi Ávarp forsætisráðherra og kjarnorkukafbátur við Grundartanga Minnihlutinn hafi lagt fram eigið veiðigjaldamál: „Þetta er skrumskæling á lýðræðinu“ Spyr hvort draga eigi valdhafa undir húsvegg og skjóta Fangaverðir á sjúkrahús eftir hópárás fanga Sauð upp úr þegar Bryndís sagði Hildi fylgja vinnureglum Óvænt ávarp forsætisráðherra: „Við munum verja lýðveldið Ísland“ Jökulhlaup úr Mýrdalsjökli í Leirá Syðri og Skálm enn í gangi Sjá meira
Árni Páll Árnason, félags- og tryggingamálaráðherra, er hluthafi í Byr en hlutur hans samkvæmt stofnfjáreign er 5,6 milljónir króna. Þetta kemur fram þegar rýnt er í upplýsingar um hagsmunatengsl þingmanna. Hefð virðist hafa myndast fyrir því að ráðherrar sem heita Árni eigi hlut í Byr því nafni hans Mathiesen, fyrrverandi fjármálaráðherra, á einnig hlut í sparisjóðnum. 27 af 63 þingmönnum hafa upplýst um fjárhagslega hagsmuni sína og trúnaðarstörf utan þings. Reglurnar tóku gildi 1. maí en þingmenn ákveða sjálfir hvort þeir upplýsi um hagsmuni sína. Hægt er að nálgast upplýsingarnar á vef Alþingis. Flestir þeirra þingmanna sem hafa skilað upplýsingum um fjárhagslega hagsmuni segjast ekki hafa neina hagsmuni sem reglurnar taki til. Þó eru nokkrir auk Árna Páls sem tilgreina um tengsl sín sem þeir telja að reglurnar nái til. Eygló Harðardóttir, þingmaður Framsóknarflokksins, á 50% eignarhlut í fyrirtækinu Þorskur á þurru landi. Hún er jafnframt framkvæmdastjóri félagsins. Magnús Orri Schram, þingmaður Samfylkingarinnar, á 25% hlut í Víngott sem einkahlutafélag í meirihlutaeigu tengdaföður hans. Fram kemur að félagið sé smátt í sniðum, með heildarveltu undir 10 milljónum króna. Engar arðgreiðslur til Magnúsar hafa átt sér stað hjá viðkomandi fyrirtæki. Ólína Þorvarðardóttir, þingmaður Samfylkingarinnar, þiggur laun til loka júní vegna óunnins uppsagnarfrests hjá menntamálaráðuneytinu. Sigurður Ingi Jóhannsson, þingmaður Framsóknarflokksins, á hlut í Dýralæknaþjónusta Suðurlands þar sem hann starfaði áður en hann var kjörinn á þing. Þráinn Bertelsson, þingmaður Borgarahreyfingarinnar, á kvikmyndagerðarfyrirtækið Nýtt líf. Þá þiggur hann heiðurslaun listamanna frá Alþingi. Þá eiga Gunnar Bragi Sveinsson, þingmaður Framsóknarflokksins, Unnur Brá Konráðsdóttir, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, og Sigurður Ingi sæti í hinum ýmsu ráðum á nefndum vegna starfa sinna í bæjar- og sveitarstjórnum.
Tengdar fréttir 27 þingmenn hafa upplýst um hagsmunatengsl sín 27 af 63 þingmönnum hafa upplýst um fjárhagslega hagsmuni sína og trúnaðarstörf utan þings. Þar á meðal eru allir þingmenn Framsóknarflokksins og fimm ráðherrar. 11. júní 2009 14:53 Mest lesið Lögregla rannsakar alvarlegt slys í Lágafellslaug Innlent Sex vikið úr starfi vegna banatilræðis gegn Trump Erlent Fyrsta rafknúna flugvélin í dönsku innanlandsflugi Erlent Segir ummæli ráðherra um sig ógeðfelld Innlent Telur sig hafa orðið vitni að aðdraganda drápsins Innlent Hélt á lokuðu umslagi Innlent Þingfundi frestað: Stjórnarandstaðan lagði fram „aðeins mýkri“ tillögu Innlent „Það er þarna sem rússneskir kafbátar fara í gegn“ Innlent Fangaverðir á sjúkrahús eftir hópárás fanga Innlent Ökumaður bifhjólsins látinn Innlent Fleiri fréttir Lögregla rannsakar alvarlegt slys í Lágafellslaug Þingfundi frestað: Stjórnarandstaðan lagði fram „aðeins mýkri“ tillögu „Það er þarna sem rússneskir kafbátar fara í gegn“ Hélt á lokuðu umslagi Tillögur „ekki afhentar í lokuðu umslagi“ Uppþot og fúkyrði á þinginu og bandarískur kjarnorkukafbátur Jökulhlaupið í rénun Reyna að stilla til friðar í bakherbergjum Alþingis Segir ummæli ráðherra um sig ógeðfelld Fundu tuttugu kíló af grasi eftir húsleit í Hafnarfirði Mennirnir þrír sjáist ekki í myndefni Vara við slysahættu vegna kaldavatnsleysis Vilja herða reglur um frágang rafhlaupahjóla í Reykjavík Segir valkyrjur rangnefni og vill kalla þær skjaldmeyjar Samtal við stjórnarandstöðuna fullreynt Kemur kjarnorkuvetur á eftir kjarnorkuákvæðinu? „Forsætisráðherra veit ekkert hvernig þetta hefur verið!“ „Enginn vafi á að fyrirkomulag Bílastæðasjóðs er löglegt“ Nóróveira líkleg orsök hópsýkingar á Laugarvatni „Það er orrustan um Ísland“ „Alvarleg yfirlýsing frá formanni flokks“ „Þjóðin þarf að fá að vita hvernig þau hafa hagað sér á bak við tjöldin“ Þykir leitt að hafa valdið uppnámi Ávarp forsætisráðherra og kjarnorkukafbátur við Grundartanga Minnihlutinn hafi lagt fram eigið veiðigjaldamál: „Þetta er skrumskæling á lýðræðinu“ Spyr hvort draga eigi valdhafa undir húsvegg og skjóta Fangaverðir á sjúkrahús eftir hópárás fanga Sauð upp úr þegar Bryndís sagði Hildi fylgja vinnureglum Óvænt ávarp forsætisráðherra: „Við munum verja lýðveldið Ísland“ Jökulhlaup úr Mýrdalsjökli í Leirá Syðri og Skálm enn í gangi Sjá meira
27 þingmenn hafa upplýst um hagsmunatengsl sín 27 af 63 þingmönnum hafa upplýst um fjárhagslega hagsmuni sína og trúnaðarstörf utan þings. Þar á meðal eru allir þingmenn Framsóknarflokksins og fimm ráðherrar. 11. júní 2009 14:53