Uppblásin dúkka í framsætinu gagnast ekki Kristján Már Unnarsson skrifar 27. ágúst 2009 17:57 Ökumönnum sem eru einir í bíl verður bannað að aka um hinn nýja Hlíðarfót á álagstímum, samkvæmt áformum borgaryfirvalda. Að öðrum kosti sjá menn fram á umferðaröngþveiti þegar Háskóli Reykjavíkur flytur í Vatnsmýrina eftir áramót.Vinnuvélarnar eru komnar á svæðið og framkvæmdir hafnar við hinn nýja Hlíðarfót, en svo nefnist vegurinn sem liggja mun frá Hringbraut á móts við Umferðarmiðstöðina og að Loftleiðahótelinu. Vegurinn á að vera tilbúinn í janúar þegar Háskólinn í Reykjavík hefur starfsemi sína við rætur Öskjuhlíðar. Umhverfis og samgönguráð Reykjavíkur ákvað í gær að hefja undirbúning að því að takmarka umferð um væntanlega götu á morgnana þannig að á álagstíma verði þeim bannað að aka sem eru einir í bíl.Þorbjörg Helga Vigfúsdóttir, formaður ráðsins, segir talið að umferðin þarna verði ansi þétt þegar þrjúþúsund nemendur aka inn á svæðið á morgnana. Reynt sé með öllum ráðum að greiða fyrir henni.Bannið er einungis hugsa á kaflanum frá Hringbraut að væntanlegum gatnamótum við Loftleiðahótel. Þeim sem eru einbíla verður áfram leyft að fara um Flugvallarveg, sem verið er að breikka þessa dagana, og síðan áfram niður í Nauthólsvík.Erlendis hafa ökumenn reynt að fara í kringum svona reglur með því að hafa uppblásna dúkku í framsætinu sér við hlið. Í Reykjavík vonast menn til að eftirlitsmyndavélar sjái við slíkum brögðum.En eru Íslendingar kannski of miklir smákóngar og bílaþjóð til að þola svona frelsisskerðingu?Þorbjörg Helga kveðst trúa að landsmenn og Reykvíkingar sérstaklega sjái að það sé komið að einhverjum nýjum lausnum og séu tilbúnir að prófa svona hluti. Svo verði menn að taka afstöðu til þess hvort þetta gengur vel eða ekki. Mest lesið Í deilum við nágrannann vegna trjáa Erlent Tvær þyrlur sækja fjóra eftir alvarlegan árekstur á Fagurhólsmýri Innlent Trump telur friðarsamkomulag mögulegt innan nokkurra vikna Erlent Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Innlent „Gamla góða Ísland, bara betra“ Innlent Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Innlent Tilhæfulaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Innlent „Þetta er ansi flókið, en þó ekki svo flókið“ Erlent Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Innlent Minnst einn látinn eftir að tvær þyrlur rákust saman í loftinu Erlent Fleiri fréttir Tvær þyrlur sækja fjóra eftir alvarlegan árekstur á Fagurhólsmýri „Rúllandi rafmangsleysi“ alla daga og tífaldur þungi í árásum „Gamla góða Ísland, bara betra“ Gróður farinn að grænka fyrir norðan Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Margfaldur þungi í loftárásum og kyntákn kveður Afbrot, fjölmiðlastyrkir og stefna Miðflokksins Segir dulda skattahækkun taka gildi á næsta ári Líkamsárás í miðbænum Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Reyndi ítrekað að stofna til slagsmála við skemmtistað Sjálfvirkir lyfjaskammtarar borgi sig tvöfalt til baka Tilhæfulaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Keyptu aðstoð vegna leiðréttingar landsframlags og hringferðar ráðherra Frumkvæðisvinna lögreglu að loka fjórum afhendingarstöðum „Fara þarf í raunverulegar aðgerðir“ Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Kjartan sækist ekki eftir endurráðningu sem bæjarstjóri Landeldi í vexti og lögregla lokar áfengisverslunum Árekstur á Suðurlandsbraut Ekki talinn tengjast aukinni eldvirkni Handteknir grunaðir um framleiðslu fíkniefna Jarðskjálfti við Kleifarvatn Lögreglumenn eltu lausa hesta Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Sjá meira
Ökumönnum sem eru einir í bíl verður bannað að aka um hinn nýja Hlíðarfót á álagstímum, samkvæmt áformum borgaryfirvalda. Að öðrum kosti sjá menn fram á umferðaröngþveiti þegar Háskóli Reykjavíkur flytur í Vatnsmýrina eftir áramót.Vinnuvélarnar eru komnar á svæðið og framkvæmdir hafnar við hinn nýja Hlíðarfót, en svo nefnist vegurinn sem liggja mun frá Hringbraut á móts við Umferðarmiðstöðina og að Loftleiðahótelinu. Vegurinn á að vera tilbúinn í janúar þegar Háskólinn í Reykjavík hefur starfsemi sína við rætur Öskjuhlíðar. Umhverfis og samgönguráð Reykjavíkur ákvað í gær að hefja undirbúning að því að takmarka umferð um væntanlega götu á morgnana þannig að á álagstíma verði þeim bannað að aka sem eru einir í bíl.Þorbjörg Helga Vigfúsdóttir, formaður ráðsins, segir talið að umferðin þarna verði ansi þétt þegar þrjúþúsund nemendur aka inn á svæðið á morgnana. Reynt sé með öllum ráðum að greiða fyrir henni.Bannið er einungis hugsa á kaflanum frá Hringbraut að væntanlegum gatnamótum við Loftleiðahótel. Þeim sem eru einbíla verður áfram leyft að fara um Flugvallarveg, sem verið er að breikka þessa dagana, og síðan áfram niður í Nauthólsvík.Erlendis hafa ökumenn reynt að fara í kringum svona reglur með því að hafa uppblásna dúkku í framsætinu sér við hlið. Í Reykjavík vonast menn til að eftirlitsmyndavélar sjái við slíkum brögðum.En eru Íslendingar kannski of miklir smákóngar og bílaþjóð til að þola svona frelsisskerðingu?Þorbjörg Helga kveðst trúa að landsmenn og Reykvíkingar sérstaklega sjái að það sé komið að einhverjum nýjum lausnum og séu tilbúnir að prófa svona hluti. Svo verði menn að taka afstöðu til þess hvort þetta gengur vel eða ekki.
Mest lesið Í deilum við nágrannann vegna trjáa Erlent Tvær þyrlur sækja fjóra eftir alvarlegan árekstur á Fagurhólsmýri Innlent Trump telur friðarsamkomulag mögulegt innan nokkurra vikna Erlent Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Innlent „Gamla góða Ísland, bara betra“ Innlent Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Innlent Tilhæfulaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Innlent „Þetta er ansi flókið, en þó ekki svo flókið“ Erlent Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Innlent Minnst einn látinn eftir að tvær þyrlur rákust saman í loftinu Erlent Fleiri fréttir Tvær þyrlur sækja fjóra eftir alvarlegan árekstur á Fagurhólsmýri „Rúllandi rafmangsleysi“ alla daga og tífaldur þungi í árásum „Gamla góða Ísland, bara betra“ Gróður farinn að grænka fyrir norðan Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Margfaldur þungi í loftárásum og kyntákn kveður Afbrot, fjölmiðlastyrkir og stefna Miðflokksins Segir dulda skattahækkun taka gildi á næsta ári Líkamsárás í miðbænum Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Reyndi ítrekað að stofna til slagsmála við skemmtistað Sjálfvirkir lyfjaskammtarar borgi sig tvöfalt til baka Tilhæfulaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Keyptu aðstoð vegna leiðréttingar landsframlags og hringferðar ráðherra Frumkvæðisvinna lögreglu að loka fjórum afhendingarstöðum „Fara þarf í raunverulegar aðgerðir“ Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Kjartan sækist ekki eftir endurráðningu sem bæjarstjóri Landeldi í vexti og lögregla lokar áfengisverslunum Árekstur á Suðurlandsbraut Ekki talinn tengjast aukinni eldvirkni Handteknir grunaðir um framleiðslu fíkniefna Jarðskjálfti við Kleifarvatn Lögreglumenn eltu lausa hesta Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Sjá meira