Enski boltinn

Meiðsli Grétars ekki alvarleg

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Landsliðsmaðurinn Grétar Rafn Steinsson.
Landsliðsmaðurinn Grétar Rafn Steinsson. Mynd/Anton

Ekki bendir til annars en að Grétar Rafn Steinsson verði með íslenska landsliðinu gegn Liechtenstein á La Manga á miðvikudaginn kemur.

Grétar hefur verið tæpur vegna meiðsla en hann sagði í samtali við fréttastofu að horfur væru góðar.

„Ég fór í myndatöku í gær þar sem að ég hef verið í vandræðum með hnémeiðsli. Það kom því til greina að nota landsleikjafríið til að fara í speglun en eins og staðan er í dag er ekki þörf á því."

Bolton mætir Everton á útivelli um helgina og sagði Grétar að meiðslin kæmu ekki í veg fyrir að hann gæti spilað með sínum mönnum í Bolton.




Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×