Fótbolti

Sölvi Geir og Garðar í landsliðið - Grétar tæpur

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Garðar Jóhannsson, leikmaður Fredriksta.
Garðar Jóhannsson, leikmaður Fredriksta. Mynd/Scanpix
Ólafur Jóhannesson hefur gert tvær breytingar á íslenska landsliðinu sem mætir Liechtenstein á miðvikudaginn í næstu viku.

Þeir Sölvi Geir Ottesen, leikmaður SönderjyskE, og Garðar Jóhannsson sem leikur með Fredrikstad í Noregi koma inn í hópinn í stað þeirra Kristjáns Arnar Sigurðssonar og Heiðars Helgusonar.

Þeir eru báðir meiddir en Pétur Pétursson, aðstoðarlandsliðsþjálfari, staðfesti það í samtali við fréttastofu.

Hann sagði einnig að enn væri óvíst með þátttöku Grétars Rafns Steinssonar hjá Bolton vegna meiðsla.

Forráðamenn landsliðsins fara til La Manga á sunnudaginn og leikmenn koma flestir til móts við þá á mánudaginn. Leikurinn fer svo fram á miðvikudaginn.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×