Seðlabankinn lánaði Straumi 9. mars 2009 18:39 Fjármálaeftirlitið beitti neyðarlögunum á Straum Burðarás til að bjarga tugmilljarða innistæðum sem íbúðalánsjóður og lífeyrissjóðirnir áttu í bankanum. Viðskiptaráðherra útilokar ekki að eitthvað kunni að falla á ríkissjóðs vegna yfirtökunnar. Seðlabankinn lánaði Straumi 19 milljarða í desember. Bankinn átti að greiða lán upp á 33 milljónir Evra í dag eða sem nemur tæpum fimm milljörðum króna. Lausafé bankans nam hins vegar aðeins 15 milljónum Evra. Bankinn reyndi að fá eigendur til að leggja meira fé í reksturinn en því var synjað. Því var ljóst að bankinn stefni í greiðslustöðvun. Breska fjármálaeftirlitinu var kunnugt um stöðu bankans í lok síðustu viku og gerði því íslenska viðvart. Bretar ætluðu að loka útibúi bankans í Bretlandi í morgun en íslensk fjármálaeftirlitið ákvað hins vegar að beita neyðarlögunum og taka reksturinn yfir. ,,Breska fjármálaeftirlið hefði tekið dótturfélagið í Bretlandi en þetta var íslenskur banki þannig að hann kom í fangið á íslenskum stjórnvöldum hvort sem þeim líkaði það betur eða verr," segir .. Heildarinnlán bankans námu tæpum 70 milljörðum króna og voru íslenskir lífeyrissjóðir og íbúðalánasjóður meðal stærstu innistæðueigenda. Að mati fjármálaeftirlitsins var nauðsynlegt að beita neyðarlögunum til að tryggja þessar innistæður. ,,Ef bankinn hefði farið í venjulega greiðslustöðvun hefði ekki verið hægt að tryggja þessar innistæður með sambærilegum hætti," segir Gunnar Harldsson, stjórnarformaður Fjármálaeftirlitsins. Straumur Burðarás var að stærstum hluta í eigu Björgólfs Thor Björgólfssonar sem einnig var stjórnarformaður bankans. Meðal eigenda voru einnig fimm lífeyrissjóðir með eignarhlut upp á tæpan einn og hálfan milljarð. ,,Það er allt útlit fyrir að hlutaféð sé orðið enskis virði," segir Gylfi Magnússon viðskiptaráðherra. Seðlabankinn veitti bankanum lán upp á 133 milljónir evra eða tæpa 19 milljarða króna miðað við núverandi gengi í desember á síðasta ári. ,,Já Seðlbankinn veitti lán en það lán var veitt gegn veði og ég hef ekki ástæðu til að ætla annað en að það veð sé í lagi þannig að Seðlbankinn á ekki að þurfa tapa á því," segir Gylfi. Ráðherra útilokar ekki að eitthvað kunni að falla á ríkissjóðs vegna málsins. ,,Það er ekki þannig að það séu einhverjar stórar ábyrgðir að falla á ríkið. Ríkið bar ekki ábyrgð á þessum banka nema að mjög óverulegu leyti sem eru þessar innistæður en bankinn var aðallega fjármágnaður á annan hátt þannig að það er ekkert útlit fyrir að þetta verði þungt högg fyrir ríkið þótt við hefðum gjarnan viljað sjá þennan banka bjarga sér sjálfur en það tókst því miður ekki." Tengdar fréttir FME yfirtekur rekstur Straums - forstjórinn segir af sér Fjármálaeftirlitið (FME) hefur tekið ákvörðun um að taka yfir vald hluthafafundar Straums og vikið félagsstjórn í heild sinni frá störfum, ásamt því að skipa bankanum skilanefnd sem tekur við öllum heimildum stjórnar félagsins frá og með deginum í dag. 9. mars 2009 08:26 Lokað fyrir Straum í norrænum kauphöllunum Lokað var fyrir viðskipti með hluti í Straumi í kauphöllunum í Kaupmannahöfn, Osló og Helsinki í morgun. 9. mars 2009 09:01 Segir hrun Straums auka líkur á þjóðargjaldþroti Thomas Haugaard hagfræðingur hjá Svenska Handelsbanken í Kaupmannahöfn segir að hrun Straums og yfirtaka íslenskra stjórnvalda á bankanum í morgun hafi aukið líkurnar á þjóðargjaldþroti Íslands. 9. mars 2009 10:21 Verðbréfamiðlun Straums í London bíður fyrirmæla frá Íslandi Teathers, verðbréfamiðlun Straums í London, bíður nú fyrirmæla frá Íslandi. Starfsemi Teathers hefur legið niðri síðan í morgun þar sem kauphöllin í London hefur lokað fyrir öll viðskipti á vegum miðlunarinnar vegna hruns Straums á Íslandi. 9. mars 2009 13:14 Straumur átti að borga 33 milljónir evra í dag Straumur, sem Fjármálaeftirlitið tók yfir í morgun, þurfti að standa skil á skuldbindingum að fjárhæð 33 milljónum evra í dag en hafði aðeins handbært fé að fjárhæð rúmlega 15 milljónum evra. 9. mars 2009 09:20 Hrun Straums hefur víðtækar afleiðingar í Danmörku Mikið er fjallað um yfirtöku Fjármálaeftirlitsins á Straumi í dönskum vefmiðlum þessa stundina. Á business.dk segir m.a. að hrun Straums muni hafa víðtækar afleiðingar í Danmörku. 9. mars 2009 08:42 Danskt fasteignafélag í klemmu eftir hrun Straums Hið nýstofnaða fasteignafélag Pecunia Properties er komið í klemmu aðeins fjórum dögum eftir að það var stofnað í Kaupmannahöfn. Straumur var einn af stofnendum félagsins og átti þar að auki hlut í öðru félagi sem stendur að Pecunia, það er Property Group. 9. mars 2009 14:18 Mest lesið Sósíalistar líta til harðstjórnarríkja sem fyrirmynda Innlent „Markmið mitt var bara að ná byssunni af honum“ Erlent Frímúrarareglan vill lögbann á nýjar lögreglureglur Erlent Milljón dalir eða meira fyrir náðun Erlent Þurrkuðust út af þingi en sitja á tugum milljóna króna Innlent Umkringdu Taívan og æfðu lokanir hafna Erlent Í deilum við nágrannann vegna trjáa Erlent Þrír réðust á einn og höfðu af honum farsíma Innlent Tvær þyrlur sækja fjóra eftir alvarlegan árekstur á Fagurhólsmýri Innlent „Gamla góða Ísland, bara betra“ Innlent Fleiri fréttir Þurrkuðust út af þingi en sitja á tugum milljóna króna Óvenju mikið að gera hjá slökkviliðinu Sósíalistar líta til harðstjórnarríkja sem fyrirmynda Þrír réðust á einn og höfðu af honum farsíma Tvær þyrlur sækja fjóra eftir alvarlegan árekstur á Fagurhólsmýri „Rúllandi rafmagnsleysi“ alla daga og tífaldur þungi í árásum „Gamla góða Ísland, bara betra“ Gróður farinn að grænka fyrir norðan Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Margfaldur þungi í loftárásum og kyntákn kveður Afbrot, fjölmiðlastyrkir og stefna Miðflokksins Segir dulda skattahækkun taka gildi á næsta ári Líkamsárás í miðbænum Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Reyndi ítrekað að stofna til slagsmála við skemmtistað Sjálfvirkir lyfjaskammtarar borgi sig tvöfalt til baka Tilhæfulaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Keyptu aðstoð vegna leiðréttingar landsframlags og hringferðar ráðherra Frumkvæðisvinna lögreglu að loka fjórum afhendingarstöðum „Fara þarf í raunverulegar aðgerðir“ Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Kjartan sækist ekki eftir endurráðningu sem bæjarstjóri Landeldi í vexti og lögregla lokar áfengisverslunum Árekstur á Suðurlandsbraut Ekki talinn tengjast aukinni eldvirkni Handteknir grunaðir um framleiðslu fíkniefna Jarðskjálfti við Kleifarvatn Lögreglumenn eltu lausa hesta Sjá meira
Fjármálaeftirlitið beitti neyðarlögunum á Straum Burðarás til að bjarga tugmilljarða innistæðum sem íbúðalánsjóður og lífeyrissjóðirnir áttu í bankanum. Viðskiptaráðherra útilokar ekki að eitthvað kunni að falla á ríkissjóðs vegna yfirtökunnar. Seðlabankinn lánaði Straumi 19 milljarða í desember. Bankinn átti að greiða lán upp á 33 milljónir Evra í dag eða sem nemur tæpum fimm milljörðum króna. Lausafé bankans nam hins vegar aðeins 15 milljónum Evra. Bankinn reyndi að fá eigendur til að leggja meira fé í reksturinn en því var synjað. Því var ljóst að bankinn stefni í greiðslustöðvun. Breska fjármálaeftirlitinu var kunnugt um stöðu bankans í lok síðustu viku og gerði því íslenska viðvart. Bretar ætluðu að loka útibúi bankans í Bretlandi í morgun en íslensk fjármálaeftirlitið ákvað hins vegar að beita neyðarlögunum og taka reksturinn yfir. ,,Breska fjármálaeftirlið hefði tekið dótturfélagið í Bretlandi en þetta var íslenskur banki þannig að hann kom í fangið á íslenskum stjórnvöldum hvort sem þeim líkaði það betur eða verr," segir .. Heildarinnlán bankans námu tæpum 70 milljörðum króna og voru íslenskir lífeyrissjóðir og íbúðalánasjóður meðal stærstu innistæðueigenda. Að mati fjármálaeftirlitsins var nauðsynlegt að beita neyðarlögunum til að tryggja þessar innistæður. ,,Ef bankinn hefði farið í venjulega greiðslustöðvun hefði ekki verið hægt að tryggja þessar innistæður með sambærilegum hætti," segir Gunnar Harldsson, stjórnarformaður Fjármálaeftirlitsins. Straumur Burðarás var að stærstum hluta í eigu Björgólfs Thor Björgólfssonar sem einnig var stjórnarformaður bankans. Meðal eigenda voru einnig fimm lífeyrissjóðir með eignarhlut upp á tæpan einn og hálfan milljarð. ,,Það er allt útlit fyrir að hlutaféð sé orðið enskis virði," segir Gylfi Magnússon viðskiptaráðherra. Seðlabankinn veitti bankanum lán upp á 133 milljónir evra eða tæpa 19 milljarða króna miðað við núverandi gengi í desember á síðasta ári. ,,Já Seðlbankinn veitti lán en það lán var veitt gegn veði og ég hef ekki ástæðu til að ætla annað en að það veð sé í lagi þannig að Seðlbankinn á ekki að þurfa tapa á því," segir Gylfi. Ráðherra útilokar ekki að eitthvað kunni að falla á ríkissjóðs vegna málsins. ,,Það er ekki þannig að það séu einhverjar stórar ábyrgðir að falla á ríkið. Ríkið bar ekki ábyrgð á þessum banka nema að mjög óverulegu leyti sem eru þessar innistæður en bankinn var aðallega fjármágnaður á annan hátt þannig að það er ekkert útlit fyrir að þetta verði þungt högg fyrir ríkið þótt við hefðum gjarnan viljað sjá þennan banka bjarga sér sjálfur en það tókst því miður ekki."
Tengdar fréttir FME yfirtekur rekstur Straums - forstjórinn segir af sér Fjármálaeftirlitið (FME) hefur tekið ákvörðun um að taka yfir vald hluthafafundar Straums og vikið félagsstjórn í heild sinni frá störfum, ásamt því að skipa bankanum skilanefnd sem tekur við öllum heimildum stjórnar félagsins frá og með deginum í dag. 9. mars 2009 08:26 Lokað fyrir Straum í norrænum kauphöllunum Lokað var fyrir viðskipti með hluti í Straumi í kauphöllunum í Kaupmannahöfn, Osló og Helsinki í morgun. 9. mars 2009 09:01 Segir hrun Straums auka líkur á þjóðargjaldþroti Thomas Haugaard hagfræðingur hjá Svenska Handelsbanken í Kaupmannahöfn segir að hrun Straums og yfirtaka íslenskra stjórnvalda á bankanum í morgun hafi aukið líkurnar á þjóðargjaldþroti Íslands. 9. mars 2009 10:21 Verðbréfamiðlun Straums í London bíður fyrirmæla frá Íslandi Teathers, verðbréfamiðlun Straums í London, bíður nú fyrirmæla frá Íslandi. Starfsemi Teathers hefur legið niðri síðan í morgun þar sem kauphöllin í London hefur lokað fyrir öll viðskipti á vegum miðlunarinnar vegna hruns Straums á Íslandi. 9. mars 2009 13:14 Straumur átti að borga 33 milljónir evra í dag Straumur, sem Fjármálaeftirlitið tók yfir í morgun, þurfti að standa skil á skuldbindingum að fjárhæð 33 milljónum evra í dag en hafði aðeins handbært fé að fjárhæð rúmlega 15 milljónum evra. 9. mars 2009 09:20 Hrun Straums hefur víðtækar afleiðingar í Danmörku Mikið er fjallað um yfirtöku Fjármálaeftirlitsins á Straumi í dönskum vefmiðlum þessa stundina. Á business.dk segir m.a. að hrun Straums muni hafa víðtækar afleiðingar í Danmörku. 9. mars 2009 08:42 Danskt fasteignafélag í klemmu eftir hrun Straums Hið nýstofnaða fasteignafélag Pecunia Properties er komið í klemmu aðeins fjórum dögum eftir að það var stofnað í Kaupmannahöfn. Straumur var einn af stofnendum félagsins og átti þar að auki hlut í öðru félagi sem stendur að Pecunia, það er Property Group. 9. mars 2009 14:18 Mest lesið Sósíalistar líta til harðstjórnarríkja sem fyrirmynda Innlent „Markmið mitt var bara að ná byssunni af honum“ Erlent Frímúrarareglan vill lögbann á nýjar lögreglureglur Erlent Milljón dalir eða meira fyrir náðun Erlent Þurrkuðust út af þingi en sitja á tugum milljóna króna Innlent Umkringdu Taívan og æfðu lokanir hafna Erlent Í deilum við nágrannann vegna trjáa Erlent Þrír réðust á einn og höfðu af honum farsíma Innlent Tvær þyrlur sækja fjóra eftir alvarlegan árekstur á Fagurhólsmýri Innlent „Gamla góða Ísland, bara betra“ Innlent Fleiri fréttir Þurrkuðust út af þingi en sitja á tugum milljóna króna Óvenju mikið að gera hjá slökkviliðinu Sósíalistar líta til harðstjórnarríkja sem fyrirmynda Þrír réðust á einn og höfðu af honum farsíma Tvær þyrlur sækja fjóra eftir alvarlegan árekstur á Fagurhólsmýri „Rúllandi rafmagnsleysi“ alla daga og tífaldur þungi í árásum „Gamla góða Ísland, bara betra“ Gróður farinn að grænka fyrir norðan Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Margfaldur þungi í loftárásum og kyntákn kveður Afbrot, fjölmiðlastyrkir og stefna Miðflokksins Segir dulda skattahækkun taka gildi á næsta ári Líkamsárás í miðbænum Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Reyndi ítrekað að stofna til slagsmála við skemmtistað Sjálfvirkir lyfjaskammtarar borgi sig tvöfalt til baka Tilhæfulaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Keyptu aðstoð vegna leiðréttingar landsframlags og hringferðar ráðherra Frumkvæðisvinna lögreglu að loka fjórum afhendingarstöðum „Fara þarf í raunverulegar aðgerðir“ Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Kjartan sækist ekki eftir endurráðningu sem bæjarstjóri Landeldi í vexti og lögregla lokar áfengisverslunum Árekstur á Suðurlandsbraut Ekki talinn tengjast aukinni eldvirkni Handteknir grunaðir um framleiðslu fíkniefna Jarðskjálfti við Kleifarvatn Lögreglumenn eltu lausa hesta Sjá meira
FME yfirtekur rekstur Straums - forstjórinn segir af sér Fjármálaeftirlitið (FME) hefur tekið ákvörðun um að taka yfir vald hluthafafundar Straums og vikið félagsstjórn í heild sinni frá störfum, ásamt því að skipa bankanum skilanefnd sem tekur við öllum heimildum stjórnar félagsins frá og með deginum í dag. 9. mars 2009 08:26
Lokað fyrir Straum í norrænum kauphöllunum Lokað var fyrir viðskipti með hluti í Straumi í kauphöllunum í Kaupmannahöfn, Osló og Helsinki í morgun. 9. mars 2009 09:01
Segir hrun Straums auka líkur á þjóðargjaldþroti Thomas Haugaard hagfræðingur hjá Svenska Handelsbanken í Kaupmannahöfn segir að hrun Straums og yfirtaka íslenskra stjórnvalda á bankanum í morgun hafi aukið líkurnar á þjóðargjaldþroti Íslands. 9. mars 2009 10:21
Verðbréfamiðlun Straums í London bíður fyrirmæla frá Íslandi Teathers, verðbréfamiðlun Straums í London, bíður nú fyrirmæla frá Íslandi. Starfsemi Teathers hefur legið niðri síðan í morgun þar sem kauphöllin í London hefur lokað fyrir öll viðskipti á vegum miðlunarinnar vegna hruns Straums á Íslandi. 9. mars 2009 13:14
Straumur átti að borga 33 milljónir evra í dag Straumur, sem Fjármálaeftirlitið tók yfir í morgun, þurfti að standa skil á skuldbindingum að fjárhæð 33 milljónum evra í dag en hafði aðeins handbært fé að fjárhæð rúmlega 15 milljónum evra. 9. mars 2009 09:20
Hrun Straums hefur víðtækar afleiðingar í Danmörku Mikið er fjallað um yfirtöku Fjármálaeftirlitsins á Straumi í dönskum vefmiðlum þessa stundina. Á business.dk segir m.a. að hrun Straums muni hafa víðtækar afleiðingar í Danmörku. 9. mars 2009 08:42
Danskt fasteignafélag í klemmu eftir hrun Straums Hið nýstofnaða fasteignafélag Pecunia Properties er komið í klemmu aðeins fjórum dögum eftir að það var stofnað í Kaupmannahöfn. Straumur var einn af stofnendum félagsins og átti þar að auki hlut í öðru félagi sem stendur að Pecunia, það er Property Group. 9. mars 2009 14:18