Öskubuskuævintýri Dokic lokið Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 27. janúar 2009 11:10 Jelena Dokic var vel studd af áhorfendum í morgun. Nordic Photos / AFP Dinara Safina komst í morgun í undanúrslit á opna ástralska meistaramótinu í tennis eftir sigur á hinni áströlsku Jelenu Dokic. Framganga Dokic á mótinu hefur verið með hreinum ólíkindum. Hún fékk þátttökurétt með svokölluðu Wild Card-korti og kom öllum að óvörum með því að komast alla leið í fjórðungsúrslitin. Dokic er fædd í Serbíu en hóf keppnisferil sinn fyrir hönd Ástralíu. Hún keppti svo fyrir Serbíu frá 2001 til 2005 en söðlaði svo aftur um. Dokic var á hátindi ferils síns í upphafi áratugarins en lítið hefur gengið hjá henni undanfarin ár, þar til nú. Viðureignin í dag var æsispennandi. Safina vann fyrsta settið, 6-4, en Dokic komst 3-0 yfir í öðru setti. Safina náði þó að jafna metin en tapaði þó uppgjöf í stöðunni 5-4 og þar með settinu 6-4. Safina byrjaði þó oddasettið á því að vinna uppgjöf af Dokic í fyrstu lotu og komst því í 2-1 og 4-3. En þá svaraði Dokic með því að vinna uppgjöf af Safinu og jafnaði þá metin, 4-4. En Safina svaraði strax og vann næstu lotu og kom sér þar með í lykilstöðu. Hún átti uppgjöf í næsta setti en Dokic komst óvænt yfir, 40-15. Safina náði þó að svara fyrir sig og vann næstu fjögur stig og þar með viðureignina. Safina mætir löndu sinni, Veru Zvonarevu frá Rússlandi, í undanúrslitunum. Zvonareva vann Marion Bartoli frá Frakklandi í nótt, 6-3 og 6-0. Það er reyndar möguleiki á því að hin undanúrslitin verði einnig alrússnesk ef Elena Dementieva og Svetlana Kuznetsova komast áfram úr sínum viðureignum í fjórðungsúrslitunum. Erlendar Mest lesið Í beinni: Frakkland - Ísland | Strákarnir okkar í París Fótbolti Þurfti þrjú spor eftir árekstur við rútu landsliðsins Fótbolti Blaðamenn fleiri en Íslendingar Fótbolti Leiðin á HM: Menn ósammála og Gummi Ben brenndi sig Fótbolti Nuno rekinn frá Forest Enski boltinn Í beinni: Serbía - England | Enskir í Belgrað Fótbolti Reif gjallarhornið úr höndum stuðningsmanns eftir fúkyrðaflaum Handbolti Albert tognaði á ökkla en gæti spilað næsta laugardag Fótbolti Í beinni: Armenía - Írland | Lærisveinar Heimis þurfa sigur Fótbolti María flutt heim til Noregs eftir áfallið í Frakklandi Fótbolti Fleiri fréttir Endurkoman gegn Víkingum ekki nóg og Bröndby skiptir um þjálfara Í beinni: Serbía - England | Enskir í Belgrað Aserar náðu í mikilvægt stig gegn Úkraínu Lærisveinar Heimis fara illa af stað Byrjunarlið Íslands: Daníel byrjar og fimm manna vörn Í beinni: Frakkland - Ísland | Strákarnir okkar í París Svíar nötrandi og HM í hættu en starf þjálfarans ekki Tyrkir hentu Íslandsbönunum úr leik Arna semur við Vålerenga Í beinni: Armenía - Írland | Lærisveinar Heimis þurfa sigur Leiðin á HM: Menn ósammála og Gummi Ben brenndi sig Birna Berg snýr aftur í landsliðið og tveir nýliðar „Allir mjög spenntir að fara spila á móti þessum gæjum“ Neitar að eldast og nálgast 200 landsleiki Ange tekinn við Forest: „Hefur sýnt og sannað að hann geti unnið titla“ Ég á þetta mark Albert tognaði á ökkla en gæti spilað næsta laugardag Liverpool hyggst fá Guéhi frítt Serbar grátbiðja stuðningsmenn að haga sér „Stefnum á stig“ Blaðamenn fleiri en Íslendingar María flutt heim til Noregs eftir áfallið í Frakklandi Leiddi endurkomusigur gegn æskufélaginu í fyrsta leiknum „Við getum ekkert verið litlir“ Postecoglou að taka við Forest „Saga sem verður sögð síðar“ Landsliðsþjálfari Frakka brýnir fyrir sínum leikmönnum að vanmeta ekki strákana okkar Nuno rekinn frá Forest Reif gjallarhornið úr höndum stuðningsmanns eftir fúkyrðaflaum Dagskráin í dag: Strákarnir okkar í París, lærisveinar Heimis og England í Serbíu Sjá meira
Dinara Safina komst í morgun í undanúrslit á opna ástralska meistaramótinu í tennis eftir sigur á hinni áströlsku Jelenu Dokic. Framganga Dokic á mótinu hefur verið með hreinum ólíkindum. Hún fékk þátttökurétt með svokölluðu Wild Card-korti og kom öllum að óvörum með því að komast alla leið í fjórðungsúrslitin. Dokic er fædd í Serbíu en hóf keppnisferil sinn fyrir hönd Ástralíu. Hún keppti svo fyrir Serbíu frá 2001 til 2005 en söðlaði svo aftur um. Dokic var á hátindi ferils síns í upphafi áratugarins en lítið hefur gengið hjá henni undanfarin ár, þar til nú. Viðureignin í dag var æsispennandi. Safina vann fyrsta settið, 6-4, en Dokic komst 3-0 yfir í öðru setti. Safina náði þó að jafna metin en tapaði þó uppgjöf í stöðunni 5-4 og þar með settinu 6-4. Safina byrjaði þó oddasettið á því að vinna uppgjöf af Dokic í fyrstu lotu og komst því í 2-1 og 4-3. En þá svaraði Dokic með því að vinna uppgjöf af Safinu og jafnaði þá metin, 4-4. En Safina svaraði strax og vann næstu lotu og kom sér þar með í lykilstöðu. Hún átti uppgjöf í næsta setti en Dokic komst óvænt yfir, 40-15. Safina náði þó að svara fyrir sig og vann næstu fjögur stig og þar með viðureignina. Safina mætir löndu sinni, Veru Zvonarevu frá Rússlandi, í undanúrslitunum. Zvonareva vann Marion Bartoli frá Frakklandi í nótt, 6-3 og 6-0. Það er reyndar möguleiki á því að hin undanúrslitin verði einnig alrússnesk ef Elena Dementieva og Svetlana Kuznetsova komast áfram úr sínum viðureignum í fjórðungsúrslitunum.
Erlendar Mest lesið Í beinni: Frakkland - Ísland | Strákarnir okkar í París Fótbolti Þurfti þrjú spor eftir árekstur við rútu landsliðsins Fótbolti Blaðamenn fleiri en Íslendingar Fótbolti Leiðin á HM: Menn ósammála og Gummi Ben brenndi sig Fótbolti Nuno rekinn frá Forest Enski boltinn Í beinni: Serbía - England | Enskir í Belgrað Fótbolti Reif gjallarhornið úr höndum stuðningsmanns eftir fúkyrðaflaum Handbolti Albert tognaði á ökkla en gæti spilað næsta laugardag Fótbolti Í beinni: Armenía - Írland | Lærisveinar Heimis þurfa sigur Fótbolti María flutt heim til Noregs eftir áfallið í Frakklandi Fótbolti Fleiri fréttir Endurkoman gegn Víkingum ekki nóg og Bröndby skiptir um þjálfara Í beinni: Serbía - England | Enskir í Belgrað Aserar náðu í mikilvægt stig gegn Úkraínu Lærisveinar Heimis fara illa af stað Byrjunarlið Íslands: Daníel byrjar og fimm manna vörn Í beinni: Frakkland - Ísland | Strákarnir okkar í París Svíar nötrandi og HM í hættu en starf þjálfarans ekki Tyrkir hentu Íslandsbönunum úr leik Arna semur við Vålerenga Í beinni: Armenía - Írland | Lærisveinar Heimis þurfa sigur Leiðin á HM: Menn ósammála og Gummi Ben brenndi sig Birna Berg snýr aftur í landsliðið og tveir nýliðar „Allir mjög spenntir að fara spila á móti þessum gæjum“ Neitar að eldast og nálgast 200 landsleiki Ange tekinn við Forest: „Hefur sýnt og sannað að hann geti unnið titla“ Ég á þetta mark Albert tognaði á ökkla en gæti spilað næsta laugardag Liverpool hyggst fá Guéhi frítt Serbar grátbiðja stuðningsmenn að haga sér „Stefnum á stig“ Blaðamenn fleiri en Íslendingar María flutt heim til Noregs eftir áfallið í Frakklandi Leiddi endurkomusigur gegn æskufélaginu í fyrsta leiknum „Við getum ekkert verið litlir“ Postecoglou að taka við Forest „Saga sem verður sögð síðar“ Landsliðsþjálfari Frakka brýnir fyrir sínum leikmönnum að vanmeta ekki strákana okkar Nuno rekinn frá Forest Reif gjallarhornið úr höndum stuðningsmanns eftir fúkyrðaflaum Dagskráin í dag: Strákarnir okkar í París, lærisveinar Heimis og England í Serbíu Sjá meira