Innlent

Aflaverðmætið 99 milljarðar

Fiskað Samdráttur í loðnuafla hafði mikil áhrif á heildarafla íslenskra skipa árið 2008.Fréttablaðið/Óskar Friðriksson
Fiskað Samdráttur í loðnuafla hafði mikil áhrif á heildarafla íslenskra skipa árið 2008.Fréttablaðið/Óskar Friðriksson

Afli íslenskra fiskiskipa árið 2008 var rúmlega 1.283 þúsund tonn, 113 þúsund tonnum minni en árið áður. Mestu munar um samdrátt á loðnuveiðum um 156 þúsund tonn.

Þrátt fyrir minni afla jókst aflaverðmætið um fjórðung, og var rúmlega 99 milljarðar króna á síðasta ári, að því er fram kemur í samantekt Hagstofu Íslands.

Stærstur hluti afla íslensku skipanna var unninn á Austurlandi, aðallega uppsjávarafli. Obbinn af botnfiskaflanum var hins vegar unninn á höfuðborgarsvæðinu og á Suðurnesjum, rúmlega 40 prósent aflans.- bj




Fleiri fréttir

Sjá meira


×