Innlent

Innbrot í Hafnarfirði

Brotist var inn í veitingastaðinn Aktu taktu á Hafnarfjarðarvegi í nótt um klukkan hálfþrjú. Öryggisverðir komu að þjófinum í miðjum klíðum en sá náði að forða sér á hlaupum og er hans nú leitað. Óljóst er hvort hann hafi komist á brott með einhver verðmæti en einhverjar skemmdur vann hann á staðnum þegar hann braust inn.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×