Innlent

Ásta Ragnheiður náði áttunda sætinu

Ásta Ragnheiður Jóhannesdóttir endaði í áttunda sæti.
Ásta Ragnheiður Jóhannesdóttir endaði í áttunda sæti.
Helgi Hjörvar og Sigríður Ingibjörg Ingadóttir skiptust á sætum þegar búið var að telja öll atkvæði hjá Samfylkingunni í Reykjavík. Helgi Hjörvar situr því í þriðja sæti listans en Sigríður í því fjórða. Þá færðist Ásta Ragnheiður Jóhannesdóttir upp í 8. sæti en Anna Pála Sverrisdóttir færðist niður í það 10. Mörður Árnason vermir svo 9. sætið. Alls greiddu 3543 atkvæði en 7743 voru á kjörskrá og var kjörsókn því 45,8%.





Atkvæði féllu þannig í tólf efstu sætin.

Í fyrsta sæti

Jóhanna Sigurðardóttir með 2.766 atkvæði í fyrsta sæti.

Í öðru sæti

Össur Skarphéðinsson með 1.182 atkvæði í fyrsta til annað sæti.

Í þriðja sæti

Helgi Hjörvar með 822 atkvæði í fyrsta til þriðja sæti.

Í fjórða sæti

Sigríður Ingibjörg Ingadóttir með 1.104 atkvæði í fyrsta til fjórða 

sæti.

Í fimmta sæti

Skúli Helgason með 1.277 atkvæði í fyrsta til fimmta sæti.

Í sjötta sæti

Valgerður Bjarnadóttir með 1.448 atkvæði í fyrsta til sjötta sæti.

Í sjöunda sæti

Steinunn Valdís Óskarsdóttir með 1.602 atkvæði í fyrsta til sjöunda 

sæti.

Í áttunda sæti

Ásta Ragnheiður Jóhannesdóttir með 1.605 atkvæði í fyrsta til áttunda 

sæti.

Í níunda sæti

Mörður Árnason með 1.474 atkvæði í fyrsta til níunda sæti.

Í tíunda sæti

Anna Pála Sverrisdóttir með 1.352 atkvæði í fyrsta til tíunda sæti.

Í ellefta sæti

Dofri Hermannsson með 1.268 atkvæði í fyrsta til ellefta sæti.

Í tólfta sæti

Sigríður Arnardóttir með 964 atkvæði í fyrsta til tólfta sæti.

Og í þrettánda sæti varð Jón Baldvin Hannibaldsson, í fjórtánda sæti 

Sigurbjörg Sigurgeirsdóttir, í fimmtánda sæti Pétur Tyrfingsson, í 

sextánda sæti Jón Daníelsson, í sautjánda sæti Björgvin Valur 

Guðmundsson, í átjánda sæti Hörður J. Oddfríðarson og í nítjánda sæti varð Sverrir Jensson.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×