Innlent

Byrgisstelpa stal frá nágrannanum

Ólöf Ósk á leiðinni í dómsal fyrir um ári síðan þegar réttað var yfir henni og fjórum öðrum vegna líkamsárásar.
Ólöf Ósk á leiðinni í dómsal fyrir um ári síðan þegar réttað var yfir henni og fjórum öðrum vegna líkamsárásar.

Ólöf Ósk Erlendsdóttir var dæmd í þriggja mánaða óskilorðsbundið fangelsi fyrir þjófnað, fíkniefnabrot og hylmingu auk eignaspjalla. Þar á meðal stal hún margvísislegum hlutum frá nágranna sínum sem bjó í sama fjölbýlishúsi og hún sjálf.

Hjá nágranna sínum tók hún meðal annars reiðufé, plasma sjónvarpstæki, sængur og kodda auk þess sem hún stal hárkollu. Allt þetta og meira til bar hún yfir í sína eigin íbúð í sama fjölbýlishúsi.

Ólöf Ósk varð þjóðþekkt þegar hún sagði sögu sína fyrir alþjóð eftir að Guðmundur Jónsson beitti hana kynferðislegu ofbeldi á meðferðarheimilinu Byrginu. Þá var hann dæmdur í þriggja ára fangelsi.

Sakarferill Ólafar er langur, og í því ljósi þótti rétt að dæma hana í óskilorðsbundið fangelsi. Hún játaði brotin skýlaust.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×