Enski boltinn

Fulham vill fá McBride aftur

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
McBride, til vinstri, fagnar marki með Fulham.
McBride, til vinstri, fagnar marki með Fulham. Nordic Photos / Getty Images
Samkvæmt heimildum Sky Sports á Fulham nú í viðræðum við Brian McBride og bandarísku MLS-deildina um að fá leikmanninn að láni frá Chicago Fire áður en félagaskiptaglugginn lokar á morgun.

McBride var á mála hjá Fulham í fimm ár og skoraði á þeim tíma 40 mörk í 153 leikjum. Hann fór hins vegar frá liðinu í lok síðasta tímabils og gekk þá til liðs við Chicago Fire.

Roy Hodgson, stjóri Fulham, mun hins vegar vera mjög áhugasamur um að fá McBride aftur. Hann reyndi að fá annan sóknarmann, Felipe Caicedo, frá Manchester City en það gekk ekki eftir.

Hins vegar virðist fátt geta komið í veg fyrir að Olivier Dacourt verði lánaður til Fulham til loka tímabilsins frá Inter á Ítalíu. Hann mun í dag gangast undir læknisskoðun í Lundúnum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×