Erlent

Ómönnuð flugvél felldi tíu talibana

Atli Steinn Guðmundsson skrifar

Ómönnuð árásarflugvél Bandaríkjahers skaut þremur flugskeytum að hópi talibana í Suður-Waziristan í Pakistan í morgun og drap tíu þeirra en særði sjö. Pakistanskir leyniþjónustumenn greindu frá þessu. Vitað er að talibanaleiðtoginn Baitullah Mehsud hefur töglin og hagldirnar á þessu svæði en hann var þó ekki í hópnum sem árásin var gerð á.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×