Innlent

Hefur ekki lækkað laun sín

Gylfi Arnbjörnsson er með eina milljón í laun á mánuði.
Gylfi Arnbjörnsson er með eina milljón í laun á mánuði.
Gylfi Arnbjörnsson, forseti ASÍ, hefur ekki lækkað laun sín frá því að bankahrunið varð að veruleika í byrjun október.

Í viðtali í Kastljósinu í kvöld sagðist Gylfi hins vegar hafa ákveðið að gegna starfi framkvæmdastjóra ASÍ samhliða forsetastarfinu. Gylfi sagðist vera með um eina milljón króna í laun á mánuði. Hann hafnaði því algerlega að hann skammtaði sjálfum sér laun. Það væri nefnd á vegum ASÍ sem ákveddi hvaða laun hann fengi en ekki hann sjálfur.

Nefndin hafi óskað eftir því að hann tæki að sér framkvæmdastjórastarfið samhliða því að gegna embætti forseta. Gylfi var kjörinn forseti ASÍ í lok október á síðasta ári.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×