Innlent

Misskilin túlkun

Ragnar Arnalds
Ragnar Arnalds

„Ég held að það sé afskaplega mikill misskilningur sem veður uppi að úrslitin sýni aukinn áhuga á Evrópusambandsaðild," segir Ragnar Arnalds, formaður Heimssýnar. „Það var aðeins Samfylkingin sem boðaði skýra aðild og hún er á svipuðu róli og í síðustu tvennum kosningum."

Ragnar segir VG sigurvegara kosninganna og þá niðurstöðu megi allt eins túlka sem sigur fyrir andstæðinga Evrópusambandsaðildar. „Ég held því að staða þeirra sem ekki vilja ganga í ESB hafi síður en svo veikst," segir Ragnar.

Ragnar átelur álitsgjafa kosningavöku Sjónvarpsins. Skoðanir þeirra hafi verið einslitar og flestir túlkað niðurstöðurnar ESB-sinnum í hag. Þeir hafi miðað málflutning sinn við fyrstu tölur sem voru Samfylkingunni hagstæðar en ekki leiðrétt kúrsinn þótt fylgi flokksins hafi dalað eftir því sem leið á nóttina.- bþs




Fleiri fréttir

Sjá meira


×