Enski boltinn

Keane ekki í hóp hjá Liverpool

Robbie Keane þarf að sitja uppi í stúku í dag.
Robbie Keane þarf að sitja uppi í stúku í dag.

Írski framherjinn Robbie Keane er ekki í leikmannahópi Liverpool sem mætir Chelsea í stórleik á Anfield Road í dag. Enskir fjölmiðlar greina frá þessu í morgun en þetta ýtir undir þann orðróm að framherjinn sé á förum frá félaginu.

Keane hefur ítrekað verið orðaður við sitt gamla félag Tottenham að undanförnu en Liverpool keypti hann frá Lundúnarliðinu fyrir 20 milljónir í sumar.

Rafael Benitez stjóri Liverpool er sagður hafa verið á móti kaupunum en Keane hefur ekki staðið sig með liðinu í vetur. Sagt er að leikmaðurinn muni ganga til liðs við Tottenham fyrir 15 milljónir punda áður en félagsskiptaglugginn lokar á miðnætti.

Leikur Liverpool og Chelsea verður í beinni útsendingu á Sport 2 klukkan 16:00 í dag.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×