Innlent

Fjárlaganefnd fundar áfram um Icesave í fyrramálið

Ásta Ragnheiður Jóhannesdóttir, forseti Alþingis, sagði í samtali við fréttastofu fyrir helgi að málið gæti klárast á mánudag.
Ásta Ragnheiður Jóhannesdóttir, forseti Alþingis, sagði í samtali við fréttastofu fyrir helgi að málið gæti klárast á mánudag. Mynd/Vilhelm
Fjárlaganefnd hittist klukkan tíu í fyrramálið til áframhaldandi fundahalda um ríkisábyrgð á Icesave samningunum.

Nefndin er með málið til umfjöllunar eftir að breytingartillögur við frumvarpið, eða fyrirvarar, voru samþykktar eftir aðra umræðu í þinginu á fimmtudag. Fyrirvararnir nutu stuðnings nær allra allra þingmanna nema framsóknarmanna.

Forseti Alþingis, Ásta Ragnheiður Jóhannesdóttir, sagði í samtali við fréttastofu fyrir helgi að Icesave-málið gæti klárast á mánudag, ef vilji sé fyrir hendi, og telur ófært annað en að það verði lögfest fyrir miðja næstu viku.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×