Bankarnir eru stútfullir af peningum 27. ágúst 2009 06:00 pétur blöndal Innstæður í bönkum landsmanna nema nú um 2.000 milljörðum króna. Í maí voru þær um 1.700 milljarðar en voru um 1.400 milljarðar fyrir hrun. „Það má lýsa þessu þannig að bankarnir eru stútfullir af peningum," segir Gylfi Magnússon viðskiptaráðherra. Ein skýringin er að fólk haldi að sér höndum og sparar meira, að sögn Gylfa. Einnig geyma erlendir aðilar, fyrrum eigendur jöklabréfa, fé hér á landi vegna gjaldeyrishafta. „Óhætt er að hvetja fólk til fjárfestinga og eyðslu. Sérstaklega ef það snýst um innlenda vöru, til dæmis að gera upp húsin sín," segir Gylfi. Pétur Blöndal alþingismaður segir að fjárfestingarkostum sé haldið inni í bönkunum með háum vöxtum á innlánum. Vextir á innlánum Seðlabankans eru 9,5 prósent og um leið og Seðlabankinn lækkar þá eykst hvatinn til þess að eyða og fjárfesta, segir Pétur. Til þess að fólk geti byrjað að fjárfesta verða menn að fá tiltrú á fyrirtækjum landsins, að mati Péturs en hann hefur lagt fram frumvarp á þingi um gegnsæ hlutafélög. Hækkun innlána er þó afskaplega góð þróun, að mati Péturs. „Þessi þjóð hefur lengi eytt um efni fram að mínu mati." Þegar kreppir að, sérstaklega í kjölfar bankakreppu líkt og riðið hefur yfir Ísland, frestar fólk neyslu og fjárfestingar dragast hratt saman. Þetta kemur fram í nýlegri Hagsjá Landsbankans. Segir enn fremur að fólk og fyrirtæki kjósi fremur að spara en eyða og því aukist innstæður hratt. Gylfi Arnbjörnsson, forseti ASÍ, segir að ákveðið öryggi sé í innstæðum eftir að gefin hafi verið út ríkisábyrgð á þeim eftir bankahrunið. Telur hann að heimilin eigi ekki mikið af þessum innstæðum, frekar sé um að ræða lífeyrissjóði og erlenda fjárfesta sem nýti sér háa vexti. „Það er áhyggjuefni að það fjármagn sem til er fari ekki í fjárfestingar," segir Gylfi. Vextirnir lokki fjárfesta inn í bankana en á sama tíma er ekki hægt að lána út, því enginn vill taka lán. „Peningamálastefnan á að skila því að háir vextir haldi peningum í landinu en af því þeir eru svo háir eru þeir bara á bankabókunum. Ég fæ ekki séð hvernig bankakerfið getur gengið upp í þessum aðstæðum," segir Gylfi.vidir@frettabladid.is gylfi magnússon gylfi arnbjörnsson seðlabankinn Innlánsvextir Seðlabankans eru 9,5 prósent og um leið og bankinn lækkar þá eykst hvatinn til eyðslu og fjárfestinga, að mati Péturs Blöndal. fréttablaðið/heiða Mest lesið Frímúrarareglan vill lögbann á nýjar lögreglureglur Erlent Sósíalistar líta til harðstjórnarríkja sem fyrirmynda Innlent „Markmið mitt var bara að ná byssunni af honum“ Erlent Milljón dalir eða meira fyrir náðun Erlent Þurrkuðust út af þingi en sitja á tugum milljóna króna Innlent Umkringdu Taívan og æfðu lokanir hafna Erlent Í deilum við nágrannann vegna trjáa Erlent Þrír réðust á einn og höfðu af honum farsíma Innlent Tvær þyrlur sækja fjóra eftir alvarlegan árekstur á Fagurhólsmýri Innlent „Gamla góða Ísland, bara betra“ Innlent Fleiri fréttir Gestir á Edition stukku út á náttfötunum Þurrkuðust út af þingi en sitja á tugum milljóna króna Óvenju mikið að gera hjá slökkviliðinu Sósíalistar líta til harðstjórnarríkja sem fyrirmynda Þrír réðust á einn og höfðu af honum farsíma Tvær þyrlur sækja fjóra eftir alvarlegan árekstur á Fagurhólsmýri „Rúllandi rafmagnsleysi“ alla daga og tífaldur þungi í árásum „Gamla góða Ísland, bara betra“ Gróður farinn að grænka fyrir norðan Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Margfaldur þungi í loftárásum og kyntákn kveður Afbrot, fjölmiðlastyrkir og stefna Miðflokksins Segir dulda skattahækkun taka gildi á næsta ári Líkamsárás í miðbænum Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Reyndi ítrekað að stofna til slagsmála við skemmtistað Sjálfvirkir lyfjaskammtarar borgi sig tvöfalt til baka Tilhæfulaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Keyptu aðstoð vegna leiðréttingar landsframlags og hringferðar ráðherra Frumkvæðisvinna lögreglu að loka fjórum afhendingarstöðum „Fara þarf í raunverulegar aðgerðir“ Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Kjartan sækist ekki eftir endurráðningu sem bæjarstjóri Landeldi í vexti og lögregla lokar áfengisverslunum Árekstur á Suðurlandsbraut Ekki talinn tengjast aukinni eldvirkni Handteknir grunaðir um framleiðslu fíkniefna Jarðskjálfti við Kleifarvatn Sjá meira
Innstæður í bönkum landsmanna nema nú um 2.000 milljörðum króna. Í maí voru þær um 1.700 milljarðar en voru um 1.400 milljarðar fyrir hrun. „Það má lýsa þessu þannig að bankarnir eru stútfullir af peningum," segir Gylfi Magnússon viðskiptaráðherra. Ein skýringin er að fólk haldi að sér höndum og sparar meira, að sögn Gylfa. Einnig geyma erlendir aðilar, fyrrum eigendur jöklabréfa, fé hér á landi vegna gjaldeyrishafta. „Óhætt er að hvetja fólk til fjárfestinga og eyðslu. Sérstaklega ef það snýst um innlenda vöru, til dæmis að gera upp húsin sín," segir Gylfi. Pétur Blöndal alþingismaður segir að fjárfestingarkostum sé haldið inni í bönkunum með háum vöxtum á innlánum. Vextir á innlánum Seðlabankans eru 9,5 prósent og um leið og Seðlabankinn lækkar þá eykst hvatinn til þess að eyða og fjárfesta, segir Pétur. Til þess að fólk geti byrjað að fjárfesta verða menn að fá tiltrú á fyrirtækjum landsins, að mati Péturs en hann hefur lagt fram frumvarp á þingi um gegnsæ hlutafélög. Hækkun innlána er þó afskaplega góð þróun, að mati Péturs. „Þessi þjóð hefur lengi eytt um efni fram að mínu mati." Þegar kreppir að, sérstaklega í kjölfar bankakreppu líkt og riðið hefur yfir Ísland, frestar fólk neyslu og fjárfestingar dragast hratt saman. Þetta kemur fram í nýlegri Hagsjá Landsbankans. Segir enn fremur að fólk og fyrirtæki kjósi fremur að spara en eyða og því aukist innstæður hratt. Gylfi Arnbjörnsson, forseti ASÍ, segir að ákveðið öryggi sé í innstæðum eftir að gefin hafi verið út ríkisábyrgð á þeim eftir bankahrunið. Telur hann að heimilin eigi ekki mikið af þessum innstæðum, frekar sé um að ræða lífeyrissjóði og erlenda fjárfesta sem nýti sér háa vexti. „Það er áhyggjuefni að það fjármagn sem til er fari ekki í fjárfestingar," segir Gylfi. Vextirnir lokki fjárfesta inn í bankana en á sama tíma er ekki hægt að lána út, því enginn vill taka lán. „Peningamálastefnan á að skila því að háir vextir haldi peningum í landinu en af því þeir eru svo háir eru þeir bara á bankabókunum. Ég fæ ekki séð hvernig bankakerfið getur gengið upp í þessum aðstæðum," segir Gylfi.vidir@frettabladid.is gylfi magnússon gylfi arnbjörnsson seðlabankinn Innlánsvextir Seðlabankans eru 9,5 prósent og um leið og bankinn lækkar þá eykst hvatinn til eyðslu og fjárfestinga, að mati Péturs Blöndal. fréttablaðið/heiða
Mest lesið Frímúrarareglan vill lögbann á nýjar lögreglureglur Erlent Sósíalistar líta til harðstjórnarríkja sem fyrirmynda Innlent „Markmið mitt var bara að ná byssunni af honum“ Erlent Milljón dalir eða meira fyrir náðun Erlent Þurrkuðust út af þingi en sitja á tugum milljóna króna Innlent Umkringdu Taívan og æfðu lokanir hafna Erlent Í deilum við nágrannann vegna trjáa Erlent Þrír réðust á einn og höfðu af honum farsíma Innlent Tvær þyrlur sækja fjóra eftir alvarlegan árekstur á Fagurhólsmýri Innlent „Gamla góða Ísland, bara betra“ Innlent Fleiri fréttir Gestir á Edition stukku út á náttfötunum Þurrkuðust út af þingi en sitja á tugum milljóna króna Óvenju mikið að gera hjá slökkviliðinu Sósíalistar líta til harðstjórnarríkja sem fyrirmynda Þrír réðust á einn og höfðu af honum farsíma Tvær þyrlur sækja fjóra eftir alvarlegan árekstur á Fagurhólsmýri „Rúllandi rafmagnsleysi“ alla daga og tífaldur þungi í árásum „Gamla góða Ísland, bara betra“ Gróður farinn að grænka fyrir norðan Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Margfaldur þungi í loftárásum og kyntákn kveður Afbrot, fjölmiðlastyrkir og stefna Miðflokksins Segir dulda skattahækkun taka gildi á næsta ári Líkamsárás í miðbænum Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Reyndi ítrekað að stofna til slagsmála við skemmtistað Sjálfvirkir lyfjaskammtarar borgi sig tvöfalt til baka Tilhæfulaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Keyptu aðstoð vegna leiðréttingar landsframlags og hringferðar ráðherra Frumkvæðisvinna lögreglu að loka fjórum afhendingarstöðum „Fara þarf í raunverulegar aðgerðir“ Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Kjartan sækist ekki eftir endurráðningu sem bæjarstjóri Landeldi í vexti og lögregla lokar áfengisverslunum Árekstur á Suðurlandsbraut Ekki talinn tengjast aukinni eldvirkni Handteknir grunaðir um framleiðslu fíkniefna Jarðskjálfti við Kleifarvatn Sjá meira