Innlent

Nóróveirusýkingin í rénun

Nóróveirusýkingin sem kom upp í Nýja Kaupþing banka og tengdum félögum í Reykjavík í liðinni viku er í rénun. Alls er talið að um 250 manns hafi veikst af veirunni. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Sóttvarnalækni, Matvælaeftirliti - Heilbrigðiseftirliti Reykjavíkur og Matvælastofnun.

Niðurstöður rannsóknar á vegum þessara aðila benda til að í upphafi hafi smit dreifst til starfsmanna með matvælum og í kjölfar þess átti sér stað smit manna á milli. Ekki er vitað hvernig veiran barst í matvælin.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×