Innlent

Framsóknarmenn vilja sérstakan unglingadómstól

Unglingar fá sérstaka meðferðarvistun á Stuðlum.
Unglingar fá sérstaka meðferðarvistun á Stuðlum.

Framsóknarflokkurinn vill að komið verði á fót sérstökum ungmennadómstól sem hafi heimild til að dæma ungmenni til meðferðarvistunar í stað hefðbundinnar fangelsisvistunar. Slíkt úrræði miði að því að byggja upp einstaklinginn og aðstoða hann á ný út í lífið. Þetta kemur fram í drögum að flokksþingsályktunum sem send hafa verið fjölmiðlum.

G. Valdimar Valdimarsson, formaður málefnanefndar Framsóknarflokksins, segir að flokkurinn hafi áður ályktað um þetta efni. Hugmyndin sé sú að óharðnaðir unglingar fari ekki í réttarkerfið með sama hætti og fullorðnir. G. Valdimar segir að hugmynd um þennan nýja dómstól myndi hafa í för með sér að vistunarúrræði fyrir unglinga yrðu tekin til heildrænnar endurskoðunar.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×