Enski boltinn

El-Hadji Diouf til Blackburn

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
El-Hadji Diouf í leik með Sunderland.
El-Hadji Diouf í leik með Sunderland. Nordic Photos / Getty Images

El-Hadji Diuof er genginn til liðs við Blackburn frá Sunderland en kaupverðið er óuppgefið.

Sam Allardyce, knattspyrnustjóri Blackburn, var áður stjóri Bolton þegar að Diouf var leikmaður liðsins.

Diouf mun þó ekki spila með Blackburn gegn Middlesbrough um helgina þar sem að félagaskiptin gengu í gegn eftir hádegi í dag.

Diouf hóf ferill sinn hjá Sochaux í Frakklandi þar sem hann lék einnig með Stade Rennes og Lens áður en hann fór til Liverpool árið 2005 þar sem hann var í þrjú ár. Hann fór til Sunderland í sumar fyrir 2,5 milljónir punda.

„Þegar við vorum saman hjá Bolton varð liðið aldrei neðar en í áttunda sæti deildarinnar og við spiluðum líka í Evrópukeppni félagsliða. Ég vona að við náum að leika það eftir nú," sagði Allardyce í samtali við enska fjölmiðla.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×