Lögregla handtók 14 ára pilt eftir að hann hafði brotist inn í fiskbúð við Sogaveg í Reykjavík á þriðja tímanum í nótt. Félagi hans komst undan. Lögregla hafði samband við foreldra piltsins og barnaverndaryfirvöld.
Einnig var brotist inn í úra- og skartgripaverslun við Strandgötu í Hafnarfirði. Þjófurinn lét greipar sópa um sýningarglugga og stal þaðan armböndum og úrum. Hann er ófundinn.