Erlent

Fengu 1.400 milljarða vegna íslensku bankanna

Atli Steinn Guðmundsson skrifar
Alistair Darling fjármálaráðherra.
Alistair Darling fjármálaráðherra.

Breska ríkið greiddi þegnum sínum, sem töpuðu inneign sinni í íslensku bönkunum, 7,4 milljarða punda, jafnvirði rúmlega 1.400 milljarða króna. Þetta kemur fram í fjárlagafrumvarpi bresku stjórnarinnar. Yfir 300.000 Bretar fengu greiðslu frá ríkinu eftir að íslensku bankarnir hrundu í október.

Af þessum 7,4 milljörðum punda fóru 4,5 til fólks sem átti innstæður á Icesave-reikningum en rúmir þrír til þeirra sem átt höfðu fé í Singer & Friedlander-banka Kaupþings og Heritable-banka Landsbankans. Daily Telegraph greindi frá þessu í morgun.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×