Erlent

Mega á ný fjalla um líkflutninga hersins

Atli Steinn Guðmundsson skrifar
Hermenn taka á móti kistu fallins félaga.
Hermenn taka á móti kistu fallins félaga. MYND/CNN

Bandarískum fjölmiðlum hefur nú á ný verið leyft að fjalla um heimflutning á jarðneskum leifum hermanna sem fallið hafa á erlendum vígvöllum. Bann við slíkri umfjöllun var sett á árið 1991 í forsetatíð George Bush eldri þegar Persaflóastríðið geisaði en frá því banni voru nokkrar undantekningar.

Bush yngri herti bannið svo enn fremur eftir að Bandaríkjamenn réðust inn í Írak og Afganistan og var gagnrýndur fyrir að reyna þannig að dylja mannfall Bandaríkjahers. Bandarískir fjölmiðlar fjölluðu í gær um líkkistur sem fluttar voru frá Afganistan í líkhús hersins í Delaware.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×