Innlent

Svanasöngur Geirs á þingi

Geir H. Haarde og Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir á fundi með blaðmönnum í þinghúsinu í dag.
Geir H. Haarde og Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir á fundi með blaðmönnum í þinghúsinu í dag.
Geir H. Haarde, formaður Sjálfstæðisflokksins, bað um orðið í upphafi þingfundar á Alþingi í dag. Hann tilkynnti að þetta væri síðasti starfsdagur hans á þingi og að hann yrði fjarverandi í næstu viku af persónulegum ástæðum. Í framhaldinu fundaði Geir með fréttamönnum ásamt Þorgerði Katrínu Gunnarsdóttur, varaformanni flokksins.

Guðbjartur Hannesson, forseti Alþingis, sagði að Geir gæti ekki sótt þingfundi á næstunni þar sem hann þyrfti að fara til útlanda vegna læknismeðferðar sinnar. Guðbjartur óskaði honum góðs bata og sagði að um tímamót væri að ræða þar sem að forystumaður og fyrrum forsætisráðherra hyrfi nú af vettvangi Alþingis.

Geir sagði að það væru mikil forréttindi að hafa fengið að starfa svona lengi á elstu og æðstu stofnun landsins.

„Mér þykir miður að ekki hafi náðst samkomulag í þinginu um þinglok fyrir komandi kosningar og hætta er á alvarlegum deilum, meðal annars um stjórnarskrána," sagði Geir. Það yrði nú í höndum annarra en hans að leysa deilurnar. Hann sagðist treysta þingmönnum til að standa þannig að málum að virðing Alþingis verði ekki fyrir borð borinn.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×