Lífið

Sagði sjampó geta valdið krabbameini hjá börnum

Gwyneth Paltrow
Gwyneth Paltrow
Leikkonan Gwyneth Paltrow hefur verið sökuð af þekktum vísindamanni um „almennt bull og vitleysu" en hún hélt því fram að sjampó gæti valdið krabbameini hjá börnum.

Leikkonan sagði á heimasíðu sinni að hún væri „haldin ótta" eftir að hafa kynnt sér ýmsar hættur sem leynast á heimilinu. Nefndi hún þar leikföng, teppi og ýmsar hreinlætisvörur.

Hugh Pennington prófessor við Aberdeen háskóla sagði hinsvegar að það færi í taugarnar á sér þegar stjörnur notfæra sér stöðu sína til þess að dreifa almennu bulli og vitleysu.

„Þær hafa hinsvegar fullan rétt á að halda uppi sjónarmiðum sínum, jafnvel þó þau séu fáránleg. En sjampó er algjörlega hættulaust efni, nema þú drekkir það í mjög miklu magni."






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.