Innlent

Eldsneyti hækkar um fjórar til sex krónur

Skeljungur hefur hækkað bensínlítrann um fjórar krónur en verð á dísilolíu er óbreytt. N1 hefur hækkað bensínlítrann um sex krónur og dísillítrann um fjórar krónur. Félögin skýra hækkunina sennilega með lækkandi gengi krónunnar, því verð á heimsmarkaði gefur vart tilefni til þessara hækkana. Það hefur heldur verið að lækka, ef eitthvað er.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×