Innlent

Foreldrafélag vissi ekki af barnaklámskennara

Barnaklámskennarinn hlaut sekt í morgun fyrir að hafa haft barnaklám í fórum sínum.
Barnaklámskennarinn hlaut sekt í morgun fyrir að hafa haft barnaklám í fórum sínum.

Foreldráð skólans sem barnaklámskennarinn starfar við vildi ekki tjá sig um veru kennarans í skólanum. Formaður foreldraráðsins sagði þó í samtali við fréttastofu að félagið hefði leitað upplýsinga um málið af hálfu skólans, en félagið hafði ekki vitneskju um málið eða rannsókn þess.

kennarinn, sem gekkst undir dómssátt í morgun eftir að hafa orðið uppvís um að hafa haft barnaklám í fórum sínum, er enn við störf í skólanum. Svo virðist sem hann hafi fáum sagt frá dómsmálinu eða lögreglurannsókninni sem hann gekkst undir varðandi barnaklámsmálið. Skólameistari framhaldsskólans vildi ekki tjá sig um málið.

Samkvæmt lögum um framhaldsskóla þá er ólöglegt að ráða starfsmenn sem hafa orðið uppvísir af kynferðisbroti. Þá segir í lögum um skyldur og réttindi opinberra starfsmanna að starfsmanni skal og víkja úr starfi fyrirvaralaust ef hann hefur játað að hafa gerst sekur um refsiverða háttsemi sem ætla má að hefði í för með sér sviptingu réttinda.

Þá mun ríkissaksóknari íhuga að áfrýja málinu en afstaða þess efnis mun liggja fljótlega fyrir samkvæmt embætti ríkissaksóknara.




Tengdar fréttir

Barnaklámskennari þarf að hætta kennslu

Samkvæmt lögum um framhaldsskóla þá er ólöglegt að ráða kennara sem hefur brotið hegningarlög sem varða kynferðisbrot. Ekkert segir í lögum varðandi kennara sem brjóta af sér á meðan þeir starfa sem slíkir eins og enskukennarinn sem var dæmdur fyrr í morgun fyrir vörslu barnakláms.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×