Brotist inn á kosningaskrifstofu sjálfstæðismanns 11. mars 2009 13:08 Haukur Þór Hauksson Haukur Þór Hauksson frambjóðandi í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Suðvesturkjördæmi varð fyrir því óláni í nótt að brotist var inn á kosningaskrifstofu hans við Hlíðarsmára í Kópavogi. Þjófarnir voru allt annað en snyrtirlegir í umgengni því risastór grjóthnullungur fékk að fljúga inn um glugga skrifstofunnar. Einni fartölvu var stolið. „Það er kaldhæðni örlaganna að sama dag og það birtist grein eftir mig um mikilvægi þess að skera ekki niður löggæslu og þörf á að bæta úr fangelsismálum og að brotamenn sem bíði afplánunar gangi um götur þá skuli vera brotist inn á kosningaskrifstofuna mína.," segir Haukur sem býður sig fram í fjórða sæti í prófkjörinu. Haukur segir að þjófarnir hafi greinilega farið þarna um í miklum flýti og náð að grípa eina fartölvu. „Ég var orðinn hálf þreyttur í gærkvöldi og tók hana því ekki með heim, eins og ég geri venjulega. Hún var tiltölulega nýkomin úr viðgerð og því var ekkert mikið inni á harðadrifinu á henni, allavega ekkert sem þolir ekki dagsljósið," segir Haukur nokkuð léttur á því. Haukur sem er tiltölulega óþekktur í stjórnmálum berst við nokkra sitjandi þingmenn í prófkjörinu. Má þar nefna Þorgerði Katrínu Gunnarsdóttur, Bjarna Benediktsson, Jón Gunnarsson og Ármann Kr. Ólafsson. „Ég held nú að nafnið hafi komist ágætlega til skila á fundum og svona en ég er náttúrulega að keppa við marga sitjandi þingmenn," segir Haukur. Af vettvangiMYND/DAVÍÐ ÖRN Haukur vonar þó að eftirspurnin eftir nýliðun í flokknum skili sér í prófkjörinu og segist hafa fundið fyrir því hjá fólki. Prófkjör Sjálfstæðisflokksins í Suðvesturkjördæmi fer fram á laugardaginn. Mest lesið Í deilum við nágrannann vegna trjáa Erlent Tvær þyrlur sækja fjóra eftir alvarlegan árekstur á Fagurhólsmýri Innlent Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Innlent Segir dulda skattahækkun taka gildi á næsta ári Innlent Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Erlent Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Innlent Gróður farinn að grænka fyrir norðan Innlent Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Innlent „Þetta er ansi flókið, en þó ekki svo flókið“ Erlent Mesti snjór í New York í fjögur ár Erlent Fleiri fréttir Tvær þyrlur sækja fjóra eftir alvarlegan árekstur á Fagurhólsmýri „Rúllandi rafmangsleysi“ alla daga og tífaldur þungi í árásum „Gamla góða Ísland, bara betra“ Gróður farinn að grænka fyrir norðan Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Margfaldur þungi í loftárásum og kyntákn kveður Afbrot, fjölmiðlastyrkir og stefna Miðflokksins Segir dulda skattahækkun taka gildi á næsta ári Líkamsárás í miðbænum Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Reyndi ítrekað að stofna til slagsmála við skemmtistað Sjálfvirkir lyfjaskammtarar borgi sig tvöfalt til baka Tilhæfulaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Keyptu aðstoð vegna leiðréttingar landsframlags og hringferðar ráðherra Frumkvæðisvinna lögreglu að loka fjórum afhendingarstöðum „Fara þarf í raunverulegar aðgerðir“ Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Kjartan sækist ekki eftir endurráðningu sem bæjarstjóri Landeldi í vexti og lögregla lokar áfengisverslunum Árekstur á Suðurlandsbraut Ekki talinn tengjast aukinni eldvirkni Handteknir grunaðir um framleiðslu fíkniefna Jarðskjálfti við Kleifarvatn Lögreglumenn eltu lausa hesta Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Sjá meira
Haukur Þór Hauksson frambjóðandi í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Suðvesturkjördæmi varð fyrir því óláni í nótt að brotist var inn á kosningaskrifstofu hans við Hlíðarsmára í Kópavogi. Þjófarnir voru allt annað en snyrtirlegir í umgengni því risastór grjóthnullungur fékk að fljúga inn um glugga skrifstofunnar. Einni fartölvu var stolið. „Það er kaldhæðni örlaganna að sama dag og það birtist grein eftir mig um mikilvægi þess að skera ekki niður löggæslu og þörf á að bæta úr fangelsismálum og að brotamenn sem bíði afplánunar gangi um götur þá skuli vera brotist inn á kosningaskrifstofuna mína.," segir Haukur sem býður sig fram í fjórða sæti í prófkjörinu. Haukur segir að þjófarnir hafi greinilega farið þarna um í miklum flýti og náð að grípa eina fartölvu. „Ég var orðinn hálf þreyttur í gærkvöldi og tók hana því ekki með heim, eins og ég geri venjulega. Hún var tiltölulega nýkomin úr viðgerð og því var ekkert mikið inni á harðadrifinu á henni, allavega ekkert sem þolir ekki dagsljósið," segir Haukur nokkuð léttur á því. Haukur sem er tiltölulega óþekktur í stjórnmálum berst við nokkra sitjandi þingmenn í prófkjörinu. Má þar nefna Þorgerði Katrínu Gunnarsdóttur, Bjarna Benediktsson, Jón Gunnarsson og Ármann Kr. Ólafsson. „Ég held nú að nafnið hafi komist ágætlega til skila á fundum og svona en ég er náttúrulega að keppa við marga sitjandi þingmenn," segir Haukur. Af vettvangiMYND/DAVÍÐ ÖRN Haukur vonar þó að eftirspurnin eftir nýliðun í flokknum skili sér í prófkjörinu og segist hafa fundið fyrir því hjá fólki. Prófkjör Sjálfstæðisflokksins í Suðvesturkjördæmi fer fram á laugardaginn.
Mest lesið Í deilum við nágrannann vegna trjáa Erlent Tvær þyrlur sækja fjóra eftir alvarlegan árekstur á Fagurhólsmýri Innlent Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Innlent Segir dulda skattahækkun taka gildi á næsta ári Innlent Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Erlent Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Innlent Gróður farinn að grænka fyrir norðan Innlent Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Innlent „Þetta er ansi flókið, en þó ekki svo flókið“ Erlent Mesti snjór í New York í fjögur ár Erlent Fleiri fréttir Tvær þyrlur sækja fjóra eftir alvarlegan árekstur á Fagurhólsmýri „Rúllandi rafmangsleysi“ alla daga og tífaldur þungi í árásum „Gamla góða Ísland, bara betra“ Gróður farinn að grænka fyrir norðan Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Margfaldur þungi í loftárásum og kyntákn kveður Afbrot, fjölmiðlastyrkir og stefna Miðflokksins Segir dulda skattahækkun taka gildi á næsta ári Líkamsárás í miðbænum Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Reyndi ítrekað að stofna til slagsmála við skemmtistað Sjálfvirkir lyfjaskammtarar borgi sig tvöfalt til baka Tilhæfulaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Keyptu aðstoð vegna leiðréttingar landsframlags og hringferðar ráðherra Frumkvæðisvinna lögreglu að loka fjórum afhendingarstöðum „Fara þarf í raunverulegar aðgerðir“ Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Kjartan sækist ekki eftir endurráðningu sem bæjarstjóri Landeldi í vexti og lögregla lokar áfengisverslunum Árekstur á Suðurlandsbraut Ekki talinn tengjast aukinni eldvirkni Handteknir grunaðir um framleiðslu fíkniefna Jarðskjálfti við Kleifarvatn Lögreglumenn eltu lausa hesta Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Sjá meira